Jökull - 01.01.2004, Qupperneq 104
Trausti Einarsson, prófessor, hafði árið 1954 unn-
ið það afrek að mæla og gefa út fyrsta þyngdarkortið
af Íslandi. Þótt það sýndi megindrættina í þyngdar-
sviðinu var það gróft og ónákvæmt. Árið 1967 hóf-
ust mun ítarlegri þyngdarmælingar af landinu und-
ir stjórn Guðmundar en í samvinnu við Kortadeild
Bandaríkjahers. Gunnar Þorbergsson sá að mestu um
framkvæmd sjálfra mælinganna og vinnslu þeirra. Að
auki var mælt á landgrunninu umhverfis Ísland í sam-
vinnu við Sjómælingar Íslands. Stóðu þyngdarmæl-
ingarnar með hléum fram til 1985.
Nýtt þyngdarkort af Íslandi kom út í skýrslu á veg-
um Orkustofnunar árið 1990. Höfundar voru Gunnar
Þorbergsson, Ingvar Þór Magnússon og Guðmundur.
Í framhaldi af því beitti Guðmundur sér fyrir því að fá
hingað rússneskan jarðeðlisfræðing, Mikhail Kaban,
sérfræðing í túlkun þyngdarmælinga, sem vann ásamt
honum og greinarhöfundi að jarðvísindalegri túlkun
þyngdarmælinganna með tilliti til jarðskorpugerðar.
Voru þær niðurstöður birtar í grein árið 2002 þar sem
m.a. er birt nýtt kort af þykkt jarðskorpunnar á Íslandi.
Snemma á níunda áratugnum beitti Guðmundur
sér fyrir því að hafin var vinna við að meta jarð-
varmaforða Íslands og leiddi hann verkið. Að því
kom stór hópur sérfræðinga Orkustofnunar. Matið var
rúmmálsmat, sem fól í sér að reikna út hversu mik-
ill varmi væri fólginn í efstu 10 km jarðskorpunnar,
hversu mikið náttúrulegt varmatap jarðhitasvæðanna
væri, hversu mikill hluti þessa bundna varma væri
tæknilega vinnanlegur í efstu 3 km og loks hve stór
hluti væri hagkvæmur til vinnslu. Þessu verki lauk
með útkomu skýrslunnar „Mat á jarðvarma Íslands“
árið 1985. Þetta er enn, tveimur áratugum síðar, helsta
matið á stærð jarðhitaauðlindar Íslands.
Guðmundur hafði mikinn áhuga á landgrunnsmál-
um, bæði frá vísindalegu og efnahagslegu sjónarmiði.
Hann beitti sér fyrir ýmsum rannsóknum á landgrunn-
inu í samvinnu við erlendar rannsóknastofnanir og
birti árið 1974 ágæta yfirlitsgrein um landgrunnið um-
hverfis Ísland. Guðmundur var frá 1969 til 1993 í
ýmsum opinberum ráðgjafarnefndum um hafsbotns-
mál, síðast formaður hafsbotnsnefndar iðnaðarráðu-
neytisins 1984–1993. Þá starfaði hann með sendi-
nefnd Íslands á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna.
Um 1970 hófu sovéskir jarðvísindamenn um-
fangsmiklar jarðvísindarannsóknir á Íslandi. Komu
leiðangrar á vegum sovésku vísindaakademíunnar
hingað til lands hvað eftir annað fram til 1986. Einn
þekktasti jarðvísindamaður Sovétríkjanna á þessum
árum, prófessor Beloussov, hafði umsjón með þess-
um rannsóknum. Mest voru umsvif þeirra á sviði
jarðsveiflumælinga, bæði bylgjubrotsmælinga og end-
urkastmælinga. Þessar rannsóknir fóru fram í nánu
samstarfi við Jarðhitadeild Orkustofnunar og var Guð-
mundur þeirra helsti samstarfsmaður. Fór hann nokkr-
um sinnum til Sovétríkjanna á þessum árum í tengsl-
um við úrvinnslu mælinganna. Þrátt fyrir veruleg-
an ágreining um jarðfræðilega túlkun á niðurstöð-
um rannsóknanna var samstarfið ávallt vinsamlegt og
skoðanaskipti opin.
Árið 1968 kallaði UNESCO saman alþjóðlegan
vinnufund í París til að ræða aðgerðir til að styðja
og hvetja til jarðhitarannsókna um víða veröld. Var
Guðmundur meðal þeirra sem voru til kallaðir ásamt
fjölda þekktra erlendra jarðhitamanna. Vinnuhópur-
inn samdi tillögur um aðgerðir sem m.a. leiddu til
stofnunar tímaritsins Geothermics, alþjóðlegs fræði-
rits um jarðhitarannsóknir og til fjögurra jarðhita-
skóla, í Japan, á Ítalíu, Nýja Sjálandi og Íslandi.
Guðmundur tók síðar mikinn þátt í undirbúningi
að stofnun Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóð-
anna og var í undirbúningsnefnd af hálfu íslenskra
stjórnvalda. Hann stýrði alþjóðlegum vinnufundi á
Laugarvatni árið 1978 þar sem ákveðið var að mæla
með stofnun skólans. Skólinn var síðan vistaður hjá
Jarðhitadeild Orkustofnunar. Guðmundur tók mjög
virkan þátt í jarðhitaráðstefnum á vegum Sameinuðu
þjóðanna í Pisa 1970 og San Francisco 1975. Hann
var einn af frumkvöðlum að stofnun Alþjóðajarðhita-
sambandsins, IGA, árið 1989 og sat í stjórn þess og
framkvæmdastjórn fyrstu tvö kjörtímabilin til 1995.
Hann vann mikið þrekvirki sem dagskrárstjóri fyrstu
alþjóðajarðhitaráðstefnu sambandsins í Flórens 1995.
Þar voru kynnt yfir fimm hundruð fræðileg erindi og
þátttakendur voru um þúsund.
Guðmundur var einn af frumkvöðlum að stofn-
un Jarðhitafélags Íslands árið 2000 og einróma kjör-
inn fyrsti formaður þess. Í apríl 2003 var hann kjör-
inn heiðursfélagi Jarðhitafélagsins. Í viðurkenningar-
104 JÖKULL No. 54, 2004