Jökull - 01.01.2004, Page 115
Dr. Guðmundur Ernir Sigvaldason
24. júlí 1932 – 15. desember 2004
Guðmundur E. Sigvaldason á Azoreyjum í nóvember 2004.
Ljósm. Grant Heiken.
Guðmundur Ernir Sigvaldason var fyrsti lærði jarð-
efnafræðingur Íslendinga. Hann lauk stúdentsprófi
frá stærðfræðideild MR vorið 1952 og eftir eins
vetrar nám við HÍ hélt hann til Göttingen þar sem
hann nam berg- og jarðefnafræði til doktorsprófs ár-
ið 1959. Þegar Guðmundur kom til Göttingen var
jarðefnafræði þar mjög í hávegum, enda hafði V. M.
Goldschmidt, sem nefndur hefur verið „faðir jarðefna-
fræðinnar“, gert þar garðinn frægan tveimur áratug-
um áður. Andi hans sveif yfir vötnunum en C. W.
Correns, kennari Guðmundar, hafði verið nemandi
Goldschmidts. Áhugi Guðmundar hallaðist því að
vonum á hina jarðefnafræðilegu sveif, en á þessum ár-
um var tíska að líta á jarðefnafræði sem e.k. samheiti
fyrir það sem nú kallast jarðefnafræði, bergfræði og
steindafræði – raunar allar þær greinar jarðvísinda þar
sem efnafræði kemur við sögu.
Doktorsverkefni Guðmundar 1959 fjallaði um
jarðhitaummyndun á yfirborði háhitasvæða á Íslandi.
Í ritgerð sinni rakti hann þróun efna- og steindabreyt-
inga í berginu eftir stigi ummyndunar. Að doktors-
prófi loknu hélt Guðmundur til tveggja ára rannsókn-
ardvalar hjá U.S. Geological Survey í Kaliforníu þar
sem hann starfaði einkum með Donald White, og sam-
an skrifuðu þeir fjórar USGS-skýrslur um jarðhitaum-
myndun í borholum í Laugarnesi, Reykjavík, í Hvera-
gerði og Steamboat Springs, Nevada. Þar var um
brautryðjandastarf að ræða hvað tekur til jarðhita á Ís-
landi.
JÖKULL No. 54, 2004 115