Jökull - 01.01.2004, Page 116
Í framhaldi af námi sínu og Ameríkudvöl tókst
Guðmundi að afla fjár til að kaupa röntgentæki til
kristalgreininga (XRD) á atvinnudeild Háskólans og
síðar fékkst viðbót við það til efnagreininga (XRF)
sem átti eftir að mala mikil gögn næsta áratuginn.
Á árunum 1961–1973 vann Guðmundur að ýmsum
jarðhitarannsóknum við iðnaðardeild Atvinnudeildar
Háskólans og síðar Raunvísindastofnun Háskólans.
Hann kenndi einnig eðlisfræði og náttúrufræði í Haga-
skóla og við Menntaskólann í Reykjavík 1962–1968
og var framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs 1969–
1971. Guðmundur starfaði ennfremur við jarðhita-
rannsóknir í El Salvador 1968–1969 á vegum Sam-
einuðu þjóðanna og aftur í Nicaragua árið 1972.
Guðmundur kom heim frá Bandaríkjunum 1961
og í október það ár gaus Askja. Þeir Sigurður Þór-
arinsson skrifuðu yfirlitsgrein um gosið (Am. J. Sci.
1962), en jarðhitavirknin fyrir gosið varð hins vegar
tilefni til nýrrar hugmyndar: að segja megi fyrir um
gos undir jökli með því að fylgjast með breytingum
í samsetningu uppleystra efna í jökulám. Þeirri hug-
mynd fylgdi hann eftir með greinum (t.d. Beitr. Miner-
al. Petrogr. 1964; Jökull 1963, 1965) og margra ára
greiningum á sýnum úr jökulám sem ennþá er fram
haldið af öðrum aðilum.
Varðandi jarðhitarannsóknir Guðmundar ber sér-
staklega að nefna athugun á jarðhita í Reykholtsdal
sem unnin var í samvinnu við Jarðhitadeild Raforku-
málaskrifstofunnar. Skýrsla með niðurstöðum um
þessa rannsókn birtist árið 1965. Hún er sérstök fyrir
ýmsar sakir. Þar er í fyrsta skipti tekið heildstætt á til-
teknu jarðhitasvæði með athugunum á jarð-, jarðefna-
og jarðeðlisfræði. Guðmundur sá um jarðefnafræði-
lega hlutann. Þar beitir hann aðferðum jarðefnafræð-
innar sem þá voru ekki búnar að slíta barnsskón-
um til að segja fyrir um hita í berggrunni og álykta
um rennslisleiðir jarðhitavatnsins. Guðmundur gerði
einnig samskonar úttekt á jarðhita í Eyjafirði.
Efnagreiningar Guðmundar á hlaupvatni úr Skeið-
ará sem Sigurjón Rist safnaði í jökulhlaupinu í sept-
ember 1965 sýndu óeðlilega háan styrk uppleystra
efna í hápunkti hlaupsins, sem Guðmundur tengdi
jarðhitavirkni Grímsvatna (Jökull 1965). Hann taldi
einnig að jarðhitinn ætti upptök í kvikuhólfi þar sem
efnainnihald vatnsins væri svipað og hveravatns af há-
hitasvæðum þar sem hiti væri yfir 200◦C. Guðmund-
ur varð fyrstur til að slá tölum á varmaafl Grímsvatna,
sem hann áætlaði 1300 x 106 cal/s eða um 5000 MW.
Guðmundur skrifaði yfirlitsgrein ásamt fleirum
um Surtseyjargosið sem hófst 1963 (Bull. Volcanol.
1964), en merkasta framlag hans til þeirra gosrann-
sókna voru greiningar á hreinustu gosgufusýnum sem
tekist hafði að safna til þess tíma (Geochim. Cos-
mochim. Acta 1968). Jafnframt voru uppi umræð-
ur um bólstrabergsmyndun í gosum undir vatni, og
Guðmundur skrifaði athyglisverða grein um það efni
(Contr. Min. Pet. 1968). Næsta ár birti hann grein þar
sem tilraun var gerð til að átta sig á útbreiðslu basalt-
gerða í rekbeltunum (Contr. Min. Pet. 1969) en mun
ítarlegri heildarmynd náði Sveinn Jakobsson nokkru
síðar (Lithos 1972).
Hekla gaus óvænt 1970 og enn skrifuðu þeir Sig-
urður Þórarinsson yfirlitsgrein (Bull. Volcanol. 1972).
Í framhaldi af því tók Guðmundur upp stóra rannsókn
á bergefnafræði Heklu með aðstoð Níelsar Óskarsson-
ar. Árið 1969 hafði I. Kushiro birt tilraunaniðurstöður
sem sýndu að súr bráð myndast við uppbræðslu vatn-
aðs basalts og H.S. Yoder (1971) fylgt niðurstöðunum
eftir með grein um samsetta ganga (basalt+rhýólít).
Ný sýn var að opnast á uppruna súra bergsins á Ís-
landi sem kom fram í doktorsritgerð Karls Grönvold
um Kerlingarfjöll (1972) og Hekluritgerð Guðmundar
(1974).
Heimsmynd jarðfræðinnar tók byltingarkenndum
breytingum á 7. áratugnum með botnskriðskenning-
unni (Vine og Matthews, 1963), flekakenningunni
(Morgan, 1968) og loks möttulstrókakenningunni
(Morgan, 1971). J.-G. Schilling (1973) birti tíma-
mótagrein sína um breytileika basalts eftir Reykjanes-
hryggnum og í framhaldi af því hófst átak undir stjórn
Guðmundar í söfnun og efnagreiningu sýna eftir rek-
beltunum. Í ljós kom að hinn kerfisbundni breyti-
leiki sem Schilling (Nature1973) lýsti heldur áfram
eftir rekbeltunum endilöngum. Kenning Schillings
var sú að úr möttulstróknum undir Íslandi komi sér-
stök bráð sem frábrugðin sé bráð úr möttlinum undir
hryggnum, og skýri það breytileikann eftir hryggnum.
Ýmislegt í niðurstöðum frá rekbeltunum þótti mæla
gegn þessari kenningu (m.a. það að „sneytt“ berg virt-
ist til staðar ásamt „auðguðu“ eftir rekbeltunum endi-
116 JÖKULL No. 54, 2004