Jökull


Jökull - 01.01.2004, Side 121

Jökull - 01.01.2004, Side 121
Morgan, W. J. 1968. Rises, trenches, great faults, and crustal blocks. J. Geophys. Res. 73, 1959–1982. Morgan, W. J. 1971. Convection plumes in the lower mantle. Nature 230, 42–43. Muehlenbachs, K., A. T. Anderson, G. E. Sigvaldason 1974. Low δ18O basalts from Iceland. Geochim. Cos- mochim. Acta 38, 577–588. Schilling, J.-G. 1973. Iceland mantle plume: geochemical study of the Reykjanes ridge. Nature 242, 565–571. Sigurdur Thorarinsson og Guðmundur Sigvaldason 1962. The eruption of Askja, 1961. A preliminary report. Am. J. Sci. 260, 641–652. Sigurdur Thorarinsson og Guðmundur Sigvaldason 1972. The Hekla eruption of 1970. Bull. Volcanol. 36, 269– 288. Sveinn Jakobsson 1972. Chemistry and distribution pattern of Recent basaltic rocks in Iceland. Lithos 5, 365–386. Vine F. J. og D. H. Matthews 1963. Magnetic anomalies over oceanic ridges. Nature 199, 947-949. Yoder, Jr., H. S. 1971. Contemporaneous rhyolite and basalt. Carnegie Inst. Washington Yearbook 69, 141– 145. Ræða Guðmundar E. Sigvaldasonar, flutt á fundi í Borgarleikhúsinu 15. jan. 2003. Fyrir margt löngu lentu íslenskir jarðfræðingar í snörpum deilum við stjórnvöld sem voru að byggja virkjun á gjós- andi eldfjalli. Verkfræðingar ríkisins voru mjög fylgjandi slíkum framkvæmdum og einn slíkur, í háu embætti, ritaði grein í Þjóðviljann sáluga og hélt því fram að ekki væri mark takandi á jarðfræðingum vegna þess að þeir hefðu tímaskyn ólíkt því sem gengur og gerist hjá venjulegu fólki. Skoðun þessa verkfræðings, sem nýlega hefur stofnað til ritdeilu við látið Nóbelsskáld, er að sönnu ekki úr lausu lofti gripin þó að ályktun hans og tilgangur fornrar greinar í Þjóðviljanum hafi verið að kasta rýrð á dómgreind jarðfræðinga almennt og einkum þeirra sem sáu vissa vankanta á að reisa orkuver á gjósandi Kröflu. Þetta óheppilega tímaskyn jarðfræðinga veldur því að þeim verður órótt þegar ráðist er í framkvæmdir sem geta illa samrýmst sögu landsins, bæði stuttri sögu sem tengist búsetu þjóðarinnar í landinu og ekki síður mun lengri sköp- unarsögu þessa furðulega lands. Skortur á tímaskyni getur valdið því að hugsanir, áætlanir og framkvæmdir einskorð- ist við líðandi stund án samhengis við nálæga og fjarlæga fortíð og án mats á því sem fortíðin kennir um framtíðina. Ísland er sannarlega furðulegt land, ólíkt flestum ef ekki öllum landsvæðum á yfirborði jarðar. Furður landsins eru af tvennum toga. Annars vegar veita þær yndisauka hverjum þeim sem kýs að opna huga sinn fyrir hrjóstrum þess og vinjum, hins vegar býr það yfir mikilvirkum öflum mótunar og eyðingar sem hafa valdið og munu valda þjóðinni þung- um búsifjum. Þess vegna krefst sambúð lands og þjóðar sí- felldrar og síaukinnar aðgátar þegar vaxandi fólksfjöldi og aukin umsvif freistar manna að stíga skrefi lengra en landið leyfir. Í umræðunni um virkjun við Kárahnjúka hefur lítið ver- ið fjallað um jarðfræðileg álitamál. Þó hefur verið bent á nokkur atriði sem orka tvímælis svo sem sprungur undir stíflumannvirkjum og jarðskorpuhreyfingar vegna rýrnunar Vatnajökuls. Ungir og áhugasamir jarðfræðingar hafa ný- lega þrautkannað eldri gögn um hegðun Jökulsár á Brú og hugsanleg tengsl jökulhlaupa við eldvirkni undir Vatnajökli austanverðum. Þau finna heimildir fyrir því að brúna á Jök- ulsá tók af í stóru hlaupi árið 1625. Árið 1780 kom út ferða- bók Ólafar Ólafiusar og þar stendur þetta um brú sem var byggð árið 1698: „Hæðin frá brúnni niður að vatnsborði Jökulsár er 22 álnir, en áin sjálf 12 álna djúp þegar ekki er jökulhlaup í henni. En í hlaupum vex hún svo mjög, og það þó hásumar sé, að vatnið nær hér um bil upp undir brúna, og geta hlaup þessi staðið í 10–12 vikur“. Síðast er vit- að um mjög stórt hlaup í Jökulsá árið 1890 en samfara því urðu jarðskjálftar og eldur sást yfir Brúarjökli. Í einu slíku hlaupi fylltu menn fötu með hlaupvatninu og gruggið reynd- ist helmingur af rúmmáli fötunnar. Ef þetta er rétt þá erum við að tala um aurflóð en ekki vatnsflóð. Enda þótt heim- ildir séu brotakenndar kemst maður ekki hjá því að álykta að einhverjir kraftar, sennilega eldvirkni, séu að verki, sem orsaka hlaup í Jökulsá á Brú sem geta þrefaldað vatnsmagn árinnar og stytt þann tíma til mikilla muna, sem tekur að fylla Hálslón. Því er við að bæta að virkjunin á að standa á brún jarðskorpufleka í mótun en undir svæðinu öllu gæt- ir áhrifa möttulstróksins í Norður-Atlantshafi sem er smiður og örlagavaldur þessa furðulega lands. Þá hljóta menn að spyrja hvaða máli þetta skiptir. Ligg- ur ekki í augum uppi að allt hefur verið með kyrrum kjörum við Kárahnjúka áratugum saman, miklu lengur en nemur af- skriftatíma hugsanlegrar virkjunar. Eru þetta ekki ábyrgðar- lausar úrtölur manna sem mála skrattann á vegginn hvernær sem hinn hugumstóri homo faber hyggst taka til hendi knú- inn framfaravilja og áræði. Er nokkur furða þó homo faber sé örlítið pirraður út í sérvitringa með öðruvísi tímaskyn en venjulegt fólk. Það skiptir máli vegna þess að saga búsetu í landinu var- ar okkur við. Sú saga kennir að möttulstrókurinn í Norður- Atlantshafi gerði aldrei sérstaklega ráð fyrir að fólk tæki sér búsetu í þessu landi. Sá mikli skapari landsins veit ekki að JÖKULL No. 54, 2004 121
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.