Skírnir - 01.09.2001, Blaðsíða 44
308
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
SKÍRNIR
laginu fyrir blandaðan kór meðal handrita hans á Landsbókasafni
- Háskólabókasafni, og hefur hún síðan verið flutt nokkrum sinn-
um opinberlega, fyrst af Hamrahlíðarkórnum á Myrkum músík-
dögum 1999.42
Af Líf Leifs, sem Jón og Jóhann tileinkuðu bæði lag og ljóð, er
annars sorgarsaga sem ekki verður rakin hér nema í stuttu máli.
Eftir skilnað Jóns og Anniear árið 1945 bjó hún í tvö ár í Svíþjóð
með móður sinni og systur, og þótti efnilegur fiðluleikari. Hins
vegar slitnaði nærri alveg upp úr sambandi hennar við föður sinn
eftir skilnaðinn, þar sem hún kenndi Jóni alfarið um hvernig fór
og sakaði hann um að hafa yfirgefið mæðgurnar. Hún drukknaði
úti fyrir strönd Svíþjóðar 12. júlí 1947, á átjánda ári. Lík hennar
var borið til grafar í Fossvogskirkjugarði rúmum mánuði síðar og
var Vögguvísan hennar sungin við útförina. Jón samdi síðar fjög-
ur undurfalleg og áhrifamikil verk í minningu dóttur sinnar, þ.á m.
Requiem op. 33b fyrir blandaðan kór, sem er sennilega þekktasta
verk tónskáldsins bæði hér á landi og erlendis.43
„Hver er Jóhann Jónsson?“
Bandalag íslenskra listamanna, sem var stofnað haustið 1928, hef-
ur verið nefnt „skilgetið afkvæmi Jóns Leifs“, enda var félagið
hugarfóstur hans og hefði tæpast verið stofnað hefði krafta hans
42 1 bók sinni ruglar Carl-Gunnar Áhlén saman þessum tveimur útsetningum á
Vögguvísunni (Jón Leifs. Tónskáld í mótbyr, bls. 298). Karlakórsútsetningin
hefur margoft verið sungin síðan hún kom út á prenti og er m.a. til í gamalli
upptöku með Karlakór Reykjavíkur. Utsetning Jóns fyrir blandaðar raddir var
hins vegar óþekkt þar til hún kom í leitirnar á Landsbókasafni 1997. Hún er
ódagsett og því ómögulegt að geta sér til um það með nokkurri vissu hvenær
hún var gerð. Þar sem Jón notar þýskan texta vísunnar má þó vera ljóst að hún
hefur ekki verið gerð fyrir 1932, og varla síðar en 1944, þegar Jón og fjölskylda
hans yfirgáfu Þýskaland fyrir fullt og allt.
43 Sjá nánar um sviplegan dauðdaga Lífar í greinarkorni mínu, „Mjök hefr Rán
ryskt um mik. Um Jón Leifs og dótturmissinn“ í Lesbók Morgunblaðsins 12.
júlí 1997; sjá einnig Carl-Gunnar Áhlén, ]ón Leifs. Tónskáld í mótbyr, bls.
223-230. í bréfi til Jóns, dagsettu í Svíþjóð 24. júlí 1947, biður Annie um að
miðkaflinn úr E-dúr fiðlukonserts Bachs verði leikinn við útförina, „ferner,
deine ‘Wiegenlied fúr Líf’, möglichst von Einar Kristjánsson gesungen ebenso
Schuberts ‘Tod u. das Mádchen’." Bréfasafn Jóns Leifs, Handritadeild Lands-
bókasafns íslands - Háskólabókasafns.