Skírnir - 01.09.2001, Blaðsíða 250
514
GAUTI SIGÞÓRSSON
SKÍRNIR
móralska menntun endurritaði French Njáls sögu sem uppsprettu fornra
föðurlegra fyrirmynda, um það leyti sem hvítir mótmælendur á austur-
ströndinni voru teknir að ugga um eigin þjóðfélagsstöðu þegar austur- og
suður-evrópskir nýbúar streymdu inn í landið um hafnarborgirnar. Mis-
munurinn á textum Dasents og French sýnir þannig að innan sama mál-
svæðis geta orðið til ólíkir textar sem alla er hægt að rekja til sama frum-
texta sem þó er svo framandi þeim að hann skiptir vart máli.
Endurritunarrýni: Sambúð formalisma og efnishyggju
Kvíslaðir stígar Njálutextanna bera vott um að bókmenntasaga sem
bundin er einu tungumáli eða málsvæði er ákaflega takmörkuð. Njálu-
texti Ólafs Ólafssonar (byggður á Reykjabók), útgefinn í Kaupmanna-
höfn 1772, var „frumtexti" þýðingar Dasents 1861. Á henni byggðu síð-
an endurritanir French, ásamt leikritum, barnaútgáfum og ljóðum næstu
áratugi á eftir (RNS 28-29). Hvar endar „íslensk" bókmenntasaga í þess-
um skilningi, og hvar tekur „dönsk“, „ensk“ eða „bandarísk“ við? Svar
Jóns Karls við þeirri spurningu er að líta á bókmenntasöguna frá sjónar-
hóli texta, ekki þjóðtungna eða alþjóðlegra landamæra, og þar af leiðandi
gera textatengsl og endurritun að bókmenntasögulegu viðfangsefni. Þessi
aðferð virðist nýstárleg í íslenskri bókmenntaumræðu, ef marka má við-
brögð ýmissa gagnrýnenda við útgáfu Hetjunnar og höfundarins. Einar
Már Jónsson hefur t.d. kennt hana við franska annálaskólann í grein í
Tímariti Máls og menningar, án þess að ræða nánar hvaða hlutverki end-
urritun og textatengsl gegna í aðferðum þess ágæta skóla.6 í ljósi slíkra
viðbragða virðist mér tímabært að gera stuttlega grein fyrir aðferðum
Jóns Karls, þeirri sögu sem liggur þar að baki og hvað telja má sérstakt við
beitingu hans á þeim hugtökum og aðferðum sem hann velur sér.
Endurritunarhugtakið er fengið úr smiðju þýðingafræðingsins Andrés
Lefevere, sem í mörg ár var leiðandi á sviði evrópskra þýðingafræða, en
kenndi við háskólann í Austin, Texas á seinni árum. Lefevere lést árið
1996, en eftir hann liggur mikið safn verka, einkum ritgerða þar sem hann
kannar tengsl þýddra texta, einkum bókmennta, og ritunarsamhengis. Til
þessa samhengis telur hann áhrifaþætti bæði innan og utan sviðs „bók-
menntanna", jafnframt því sem hann bendir á að bókmenntir eru ekki
fasti, heldur síbreytilegt safn texta sem lúta flóknum reglum sem sjálfar
ráðast m.a. af efnahagslegu hlutverki bókmennta, stofnunum, áhrifafólki,
leyfilegum stílbrögðum (t.d. hvort órímuð ljóð teljast skáldskapur) og
þeirri hugmyndafræði sem ríkjandi er í hverju samfélagi. Því segir hann
6 Einar Már Jónsson, „Drangeyjarsund og Nóbelshátíð. Fáeinar hugleiðingar um
„Hetjuna og höfundinn" eftir Jón Karl Helgason". Tímarit Máls og menningar
1999:1, bls. 135.