Skírnir - 01.09.2001, Blaðsíða 55
SKÍRNIR
UM BERSERKI
319
gang, en að jafnaði eru berserkir þó útlendir að uppruna. í Islend-
ingasögum koma þeir oftast frá Noregi eða Svíþjóð, en í fornald-
ar- , og einkum riddarasögum, liggur uppruni þeirra stundum í
fjarlægari löndum, svo sem Afríku, Indlandi og Serklandi.* * * * * 6 Ber-
serkir koma ennfremur við sögu í Danasögu Saxa hins málspaka.
Þótt Saxi nefni „berserki“ sína hvergi svo, lýsir hann þeim á kunn-
uglegan hátt, þ.e. með afar líkum hætti og berserkjum er lýst í ís-
lenskum heimildum.7
Berserkir og hamrammir menn tengjast að því leyti að á sögu-
öld virðist sem hugtakið „að vera eigi einhamur" hafi verið notað
jöfnum höndum yfir hamhleypur, þ.e. þá sem taldir voru færir um
að skipta ham, og berserki, sem sýnir hve náskyld þessi fyrirbæri
voru í hugum fólks. Líklegast hefur hugtakið upphaflega ein-
göngu átt við hamhleypur (sbr. t.d. Böðvar Bjarka í Hrólfs sögu
kraka8), en síðar verið notað um berserkina, sem skipta hömum í
óeiginlegri merkingu. Ekki er sjálfgefið að báðar merkingarnar
liggi samtímis að baki hugtakinu þar sem það er notað, þ.e. að
hamrammir menn þurfi jafnframt að vera berserkir. Þetta er þó
ekki óalgengt. I Egils sögu er orðið hamrammur notað um, eða
sem hliðstæða við, berserki. Þar segir:
H 162), Skalla-Grímur og ættmenn hans, ásamt Önundi sjóna í Egils sögu, 1.,
27., 40. og 67. kafla, ÍFII, Ólafur tvennumbrúni í Flóamanna sögu, 18. kafla, IF
XIII, Þorkell Rauðfeldsson og Skeljungur í Bárðar sögu Snæfellsáss, 5. og 9.
kafla, ÍF XIII, Þorkell silfri í Vatnsdæla sögu, 10. kafla, ÍF VIII, Galti í Gull-
Þóris sögu, 18. kafla, 7FXIII, Vígi hinn hamrammi í Kormáks sögu, 7. kafla, IF
VIII, Þjóstólfur í Þjóstólfs sögu hamramma (líkl. samin á 18. öld). Auk þess er
getið um Björn blásíðu son Ulfhéðins Ulfhamssonar, Úlfssonar, Úlfhamssonar
hins hamramma í Harðar sögu, 17. kafla, 7FXIII. Menn sem taldir voru eigi ein-
hamir eru t.d. Þormóður í Hávarðar sögu ísfirðings, 1. kafla, IF VI, Þrándur
stígandi í Eyrbyggja sögu, 61. kafla, IFTV, Þorvaldur moðskegg í Finnboga sögu
ramma, 29. kafla, 7FXIV, Torfi Vaíbrandsson í Harðar sögu, 10. kafla, 7FXIII,
Gunnsteinn og Sveinungur í Fijótsdæla sögu, 19. kafla, IF XI og Björn í Þjóst-
ólfs sögu hamramma, 1. kafla.
6 Klockow 1956:49; Boberg 1966:F610.3.2.
7 Sjá t.d. Saxo Grammaticus 1911:153,238 og268. Hugtakanotkun Saxa er að jafn-
aði nokkuð hlutlaus, þar sem talað er um menn. Einu sinni eru kappar þessir þó
nefndir „pugiles" (eins konar hnefaleikakappar), en þýðendur hafa þó einfald-
lega notað yfir þá orðin „Kæmper" eða „Champions". Sjá Saxonis Gesta Danor-
um 1931:115.
8 Saga Hrólfs konungs kraka, 50. kafli, FNI (bls. 103).