Skírnir - 01.09.2001, Blaðsíða 141
SKÍRNIR
MYNDANIR OG MYNDBREYTINGAR
405
Texta lagsins samdi Sjón og hann virðist við fyrstu sýn ólíkur
myndbandinu, en þegar betur er að gáð fjallar textinn einnig um
ást sem getur verið yfirþyrmandi. I fyrsta erindi lýsir ljóðmælandi
sér sem gosbrunni úr blóði, sem er í laginu eins og stúlka, og sá
elskaði er fugl á brún brunnsins, heillaður af hreyfingum vatnsins.
Hún hvetur hann síðan til að drekka, til þess að gera sig raunveru-
lega, „drink me - make me real“ („drekktu mig - gerðu mig raun-
verulega"), búa sig til, mætti næstum segja - leikurinn sem við
leikum er lífið, eins og segir í textanum. I myndbandinu er því ljóð
um ást gert að allegoríu um samskipti stjörnu við aðdáendur. Síð-
ar í ljóðinu kemur önnur lína sem leikstjórinn Michel Gondry
virðist hafa tekið skemmtilega bókstaflega: Björk syngur að hún
sé tré og á því vaxi hjörtu, eitt fyrir hvert sem tekið er. Þannig fjall-
ar ljóðið um ástina sem verður ekki aðeins að vera gagnkvæm og
gefandi, „love is a two way drearn" („ástin er draumur sem liggur
í báðar áttir“), heldur einnig umskapandi, ummyndandi, í gos-
brunn eða hvísl.
Þetta er fallegt ljóð hvernig sem á er litið, og ber greinileg höf-
undareinkenni Sjóns - en er einnig mjög í anda Bjarkar, og með
myndbandinu gerir hún það enn frekar að sínu. Myndbandið seg-
ir sögu sem birtir í hnotskurn stöðu Bjarkar sem poppstjörnu og
glímu hennar við þá stöðu. Fyrst sjáum við Björk í garðinum, síð-
an á sviði að leika þá sögu og hvernig sú saga var leikin á sviði.
Þannig er áréttað að myndbandið segir sögu, sem er saga af frægð
og getur vel verið saga Bjarkar sjálfrar, eins og kemur fram í bók-
artitlinum ‘Sagan mín’. I myndbandinu eru það aðdáendur, hlust-
endur og áhorfendur sem gera hana raunverulega og jafnvel skapa
hana með því að bragða á því hjartablóði sem list hennar er, og á
þessu þrífst hún, en myndbandið lýsir því hvernig henni tekst
jafnframt að losna við þennan þrýsting og komast aftur í ‘garðinn
sinn’. Þannig sýnir myndbandið að Björk verður aldrei alveg
höndluð, aldrei alveg gleypt af frægð og aðdáendum, en þrátt fyr-
ir þetta býður hún í senn upp á ást og krefst hennar.
í þessu myndbandi eru dregin fram ýmis þemu sem hafa kom-
ið áður fram í myndböndum Bjarkar og birtast aftur síðar. Þar á
meðal eru mikilvægi náttúrunnar, sviðsetning, leikur - bæði í