Skírnir - 01.09.2001, Blaðsíða 174
438
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
svo mikið sem minnast á trúmál. Eitt sinn heyrði ég hann segja: „Á ég að
biðjast miskunnar?" Eftir langa þögn bætti hann við: „Svona, svona, vertu
nú hughraustur. Vertu karlmenni allt til enda.“44
Millingen stóð staðfastlega við þessa fullyrðingu sína. í bréfi til dr.
Kennedy frá 12. júlí 1824 segir Millingen að Byron hafi því miður
dáið eins og trúlaus maður.45
Orð Byrons, sem Millingen vitnar til, um að vera karlmenni
allt til enda, sýna berlega tilraunir skáldsins til að eiga síðasta orð-
ið. Á dramatískan hátt sýnir hann innri baráttu og gefur þannig til
kynna að hann ætli að deyja eins og hann hefur lifað. Dauði hans
er hetjulegur því að hann hefur styrk til að bæla niður alla veik-
leika í sjálfri banalegunni. Byron sýnir ennfremur með þessum
orðum að hann deyr ekki sem kaldlyndur guðleysingi eins og
heimspekingurinn David Hume (1711-1776) gerði, heldur fremur
sem viðkvæm, viðkunnanleg hetja nýrra tíma.
Skáldskapur Byrons er fullur af þess háttar dæmum. Síðustu
orð Manfreðs í samnefndu verki sýna þetta glögglega, en iðrunar-
leysi hans á dauðastundinni þótti mörgum samtíðarmönnum
hneykslanlegt:
MANFREÐ:
ÁBÓTINN:
MANFREÐ:
ÁBÓTINN:
Alt búið — augun eygja þig ei framar, —
alt hringsnýst — jörðin hossar mér, sem væri eg
af öldum borinn. — Vertu sæll og sel mér
nú höndu þína.
Hún er ísköld, ísköld
alt inn að hjarta; — lestu, lestu bæn! —
Ó, seg mér, hvernig gengur?
Gamli maður,
það er þá ei svo erfið þraut að deyja. (Hann deyr).
Þar fór hann og nú flýgur sálin laus,
en hvert? — Mig hryllir við, — en hann er farinn!46
44 His Very Self and Voice: Collected Conversations of Lord Byron, s. 591.
45 James Kennedy: Conversations on Religion, With Lord Byron and Others,
Held in Cephalonia, a Short Time Previous to His Lordship’s Death, s. 198.
46 Lord Byron: Manfreð. Þýð. Matthías Jochumsson. Reykjavík: Magnús Matt-
híasson, 1938 (3. útg.), s. 158. Á ensku hljóðar þetta svo:
MANFRED: ’Tis over — my dull eyes can fix thee not;
But all things swimm around me, and the earth