Skírnir - 01.09.2001, Blaðsíða 255
SKÍRNIR
NJÁLUSLÓÐIR
519
eingöngu þegar höfundarverk hans er skilgreint.15 Jón Karl nýtir þannig
einn helsta styrk endurritunarkenninga til þess að róta eilítið til í hefðar-
veldi íslenskra bókmennta: endurritanir riðla upphafinni stöðu frumtext-
ans sem listaverks og setja þess í stað net (eða völundarhús) texta sem allir
tengjast innbyrðis.16
Endurritunarrýni Jóns Karls er sérstök vegna þess að sú notkun á
Njálu sem hann rannsakar er fyrst og fremst táknfrœbileg. Því má segja að
í verkum hans sé á ferðinni ákveðin endurritun á sjálfu endurritunarhug-
takinu. I samanburði við greinar Lefeveres um einstakar endurritanir, þar
sem hann kannar alltaf þýðingar milli tungumála (og er merkilega bund-
inn samanburði á frumtexta og þýðingartexta), er í bókum Jóns Karls að
finna spennandi útfærslu á landhelgi endurritunarkenninganna inn á svið
táknfræðinnar. Hann ræðir ekki einungis endurritanir milli tungumála,
heldur líka innan tungumáls (á íslensku og frá dönsku á norsku) og milli
táknkerfa (úr bókmenntum til götuheita).17 í Hetjunni og höfundinum
verður notkun íslenskra menntamanna, rithöfunda, stjórnmálamanna og
almennings á Njálu að leiðarvísi hans um stórt táknfræðilegt viðfangsefni,
hvernig höfundurmn tók sæti hetjunnar í íslenskum táknheimi. Þá spurn-
ingu mætti einnig umorða svo: Hvernig tókst íslendingum að móta sér
hugmynd um eigin nútímamenningu sem staðist gæti samanburð við
dýrð fornaldarinnar? Þessi efnistök (sem einnig er að finna í The Rewrit-
ing of Njáls saga) eiga stundum meira sameiginlegt með goðsagnagrein-
ingu Rolands Barthes en rannsóknum Lefeveres á endurritun. Eins og
15 í þessu sambandi er ljóst að Halldór er sjálfur mikilvægur endurritari: Þar
koma til þýðingar hans á erlendum bókmenntum, t.d. Birtingi Voltaires, og
margvíslegar tilraunir hans til að „þýða“ erlenda menningar- og hugmynda-
strauma inn í íslenskt samhengi. Mikið starf er óunnið á vettvangi íslenskrar
bókmenntarýni að meta endurritanir Halldórs sjálfs, t.d. „íslenskun“ hans á
súrrealisma í Vefaranum miklafrá Kasmír, þann „erlenda“ sjónarhól sem hann
skrifar menningarrýni frá í Alþýðubókinni, Af menníngarástandi og öðrum rit-
gerðasöfnum, og ekki síst ferðabækur hans, allt frá I austurvegi og Gerska œf-
intýrinu til Skáldatíma. í þeim kemur skýrt fram það sem Ástráður Eysteins-
son segir í Tvímœlum, að ferðabækur og þýðingar séu hliðstæðar greinar að því
leyti að báðar „þýða“ hinn annarlega heim yfir á forsendur heimamáls (bls. 64).
Þar að auki má benda á sögumenn í bókum Halldórs sem bera einkenni endur-
ritara. Sögumaður Guðsgjafaþulu blandar t.d. saman æviminningum, kveðskap,
sagnfræði o.s.frv. og fylgir „fordæmi íslendingasagna í því að skírskota til
heimildarmanna sem hefðu getað verið til þó hitt sé eins víst að svo hafi ekki
verið“ (Halldór Laxness, „Til athugunar lesendum“. Guðsgjafaþula. Reykja-
vík: Helgafell 1972, bls. 305).
16 Sbr. fyrsta kafla Tbe Rewriting of Njáls Saga, „The Tradition of Forking Paths:
A Brief History of Njáls Saga“.
17 Um þessar tegundir þýðinga sjá Ástráð Eysteinsson, TvímAi, bls. 27-28.