Skírnir - 01.09.2001, Blaðsíða 83
SKÍRNIR
UM BERSERKI
347
Það var lengi vel ein af meginröksemdum þeirra sem gagn-
rýndu hugmyndir um tengsl berserkjasveppsins og berserks-
gangsins að sveppurinn hefði alla jafna gagnstæð áhrif.107 Framan-
greindar sögur benda hins vegar um margt til hliðstæðra áhrifa -
og þar með nokkurrar samsvörunar milli ákveðinna áhrifa svepps-
ins og berserksgangs samkvæmt íslenskum miðaldasögum. Að því
leyti mætti segja að sögur þessar styðji nokkuð, ef eitthvað er,
hugmyndir manna um hugsanleg tengsl þessa tveggja.
Berserkjasveppurinn vex víða á Islandi með birki og fjalldrapa
og ætti að vera auðfundinn þeim sem sækjast eftir áhrifum hans.108
Svo sem sjá má af nýlegum könnunum sem gerðar voru á vegum
Rannsóknarstofnunar í uppeldis- og menntamálum, sækjast ís-
lensk ungmenni eftir vímuáhrifum sveppa, þrátt fyrir fjölbreytt
úrval annarra vímuefna.109 Af eitursveppum sem vaxa á íslandi er
amanita muscaria sá þekktasti, en vitað er til þess að unglingar hafi
tínt peðsveppi (keilupeðla/trjónupeðla -psilocybe semilanceata) í
þeim tilgangi að nota þá sem vímugjafa.110 Líklegt er að ungmenn-
in þekki til notkunar berserkjasveppsins í sama tilgangi og búi
jafnvel yfir áþekkri reynslu og þeirri sem lýst er í framangreindum
reynslusögum.111 Þó er vert að hafa í huga að eitrunaráhrif ber-
107 Sbr. t.d. Wasson 1968:177-178.
108 Helgi Hallgrímsson 1979:28 og 102 og Ingólfur Davíðsson 1971:404. Víðs
vegar í Evrópu og Ameríku vex sveppurinn undir ýmsum trjátegundum, svo
sem furu, greni, birki, eik, þin og öðrum sígrænum trjátegundum.
109 Árið 1997 höfðu 5,8 % pilta og 1,5% stúlkna notað sveppi sem vímugjafa einu
sinni eða oftar. í sambærilegri könnun sem gerð var árið 1995 kom í ljós að
hátt í 30% pilta og23% stúlkna sem byrjuðu að drekka áfengi 12 ára eðayngri
hafa notað sveppi sem vímuefni. Hlutfallið lækkar eftir því sem unglingarnir
eru eldri þegar þeir byrja að drekka áfengi. Sjá Þórólf Þórlindsson o.fl.
1998:36-39 og 68-69.
110 „Unglingar nota sveppi stundum sem vímuefni, tína þá, sjóða þá og drekka
seyðið. Þeir verða hífaðir af þessu og það getur verið varasamt fyrir suma, get-
ur valdið ofskynjunum og jafnvel geðtruflunum“, segir Helgi Hallgrímsson
2000:7. Hann segir ennfremur að ýmsir smærri og minna áberandi sveppir geti
verið varasamir með tilliti til eiturefna (sama heimild). Sjá ennfremur Helga
Hallgrímsson 1979:42-44. Um psilocybe semilanceata, sjá t.d. Larris 1984:23
o.áfr.
111 Þótt fastlega megi gera ráð fyrir að íslenskir vímuefnaneytendur þekki til
sveppsins hér á landi, má ekki útiloka innflutning ofskynjunarsveppa. Um
sveppaneyslu íslenskra unglinga, sjá t.d. „Fíkið fólk á fjórum fótum“ 1988:40.