Skírnir - 01.09.2001, Blaðsíða 239
SKÍRNIR
VÍKINGAR OG VIKTORÍUMENN
503
isverð, en hún kom þrisvar til íslands og skrifaði níu kvæða flokk, ‘Songs
from the Sagas’, sem Wawn kallar ‘Leith Burnt Njal ballad cycle’. Hann
vitnar í kvæðið sem fjallar um hefnd Hallgerðar og staðhæfir að það eigi
„heima við hlið kvæðis Williams Morris, ‘Gunnar’s Howe above the
House at Lithend’, sem annað tveggja mest grípandi kvæða á ensku ort-
um undir innblæstri frá Brennu-Njáls sögu“ (171).
Áður en kemur að umfjöllun Wawns um þetta kvæði eftir Morris í ní-
unda kafla, verð ég að segja nokkur orð um sjöunda (‘The Eddas’) og átt-
unda (‘The Errander of Cheapinghaven’) kafla.
í hinum fyrri ræðir Wawn nokkuð um þann „áður óþekkta fjölda út-
gáfna, þýðinga, umorðana, ljóðrænna upphafninga, úrvala, einfaldana og
túlkana á eddusögum“ (187) sem birtust á Englandi viktoríutímans. Um-
ræðuefnin falla undir eftirfarandi yfirskriftir: ‘The Percy Legacy’, ‘The-
ories of Origin and Interpretation’, ‘Translating the Eddas’, Children’s
Corner’, ‘A Place in Our Songs’, Swedenborgian Visions’, ‘The Irish
Edda’ og ‘Anticipating Morris’.
George Stephens, ‘sendiboðinn’ (Errander) í áttunda kafla, eins og
áður var greint frá, fæddist í Liverpool 1813, flutti til Stokkhólms 1834 og
gaf 1839 út þýðingu á Friðþjófs sögu. Hann kynnti sér og skrifaði um
ýmislegt í sænskum bókmenntum uns hann fluttist til Danmerkur og
gerðist lektor (1851) og síðar prófessor (1855) í ensku við Hafnarháskóla.
Fyrsta bindið af fjórum í hinu gríðarmikla verki, The Old-Northern
Runic Monuments of Scandinavia and England, kom út árið 1866. (Nú-
tíma rúnafræðingar standa í þakkarskuld við óþreytandi leit Stephens að
hvers kyns útskurði í gjörvallri Skandinavíu og á Bretlandi). Þessa þrjá
áratugi í norrænu höfuðborgunum skrifaði Stephens um mörg norræn
efni; mestur hluti þessara skrifa var litaður af einhvers konar þjóðrembu
fyrir hönd Englendinga og Skandínava, tungumál þeirra og tilheyrandi
fræði og gegn því sem hann „taldi vera vaxandi 19. aldar heimsvaldastefnu
Þjóðverja í fornnorrænum fræðum og milliríkjasamskiptum í Evrópu á
þeim tíma“ (218). í stað þess að ræða öll þessi verk í smáatriðum notar
Wawn lungann af kaflanum til að taka fyrir í þaula leikrit eftir Stephens,
Revenge, or a Woman’s Love (1857), sem „endurspeglar margt af því sem
þessi Englendingur trúði af svo mikilli ástríðu um norrænt eðli og
norðrið forna“ (223-224). Skýringar Wawns og greining á leikritinu -
sem gerist á 10. öld í Svíþjóð og á Englandi og snýst um erfiðleika kven-
hetjunnar Rowenu sem finnur huggun við lestur fornenskra guðspjalla og
Orosius Elfráðs - er nákvæm og greinargóð, og eins og alltaf vefur hann
inn í þéttan refil sinn höfundum á borð við Dasent og pólitískum deilu-
málum líkt og þeim sem sneru að stríðinu um Slésvík-Holtsetaland 1864.
Wawn lýkur kaflanum með sláandi samanburði og veltir fyrir sér að
með „leikriti á borð við Revenge, megi telja Stephens til eins af upphafs-
mönnum fræðilegrar bókmenntasköpunar sem átti eftir að öðlast heims-