Skírnir - 01.09.2001, Blaðsíða 248
512
GAUTI SIGÞÓRSSON
SKÍRNIR
Þessi óvenjulega framsetning stendur í röklegu samhengi við tóninn
sem gefinn er í upphafsköflum Hetjunnar og höfundarins. Þegar þessir
kaflar eru lesnir í gegnum þann kenningaramma sem Jón Karl gefur sér í
The Rewriting of Njáls Saga má sjá að Hetjan og höfundurinn er ekki ein-
ungis bók um íslenskar endurritanir Njáls sögu, heldur er hún sjálf nokk-
urs konar tilraun um endurritun. Ef við lítum á sögumann Hetjunnar og
höfundarins sem endurritara má sjá samband hans við heimildirnar í nýju
ljósi: sögumaður leyfir þeim að grípa fram í fyrir sér, hvort sem það eru
ljóð um Hallgerði langbrók og manngildi hennar, eða skilaboð frá Njálu-
persónum að handan gegnum berdreyminn skólameistara, talstöðvar
spíritista og miðla. Það er í ágætu samræmi við greiningu Jóns Karls á
endurritunum Njáls sögu að hann sjálfur setji slíka endurritun á svið í
Hetjunni og höfundinum, og spinni saman í leikrit umræður á Alþingi,
málaferli og bréfaskipti. Leikritið í fimmta kafla, sem og „útvarpsstíllinn“
í heild, er því ekki aðeins framsetningarbragð af hálfu höfundar, heldur
sýnist mér þar vera á ferðinni tilraun til þess að vefa endurritunarkenn-
ingar inn í sjálft form bókarinnar.4 Jóni Karli virðist annt um, jafnt í stíl-
brögðum sem efnistökum, að leyfa fjölbreytileika endurritananna að
njóta sín, og sýna hvernig þær eru mismunandi textar sem ekki er hægt að
dæma hvern í ljósi annars eða fella í eina samstæða heild. Þannig eru ljóð
um Hallgerði langbrók textar af allt öðru tagi en skilaboð Njálupersóna
að handan, af því að þessar heimildir bera vott um gerólíkar viðtökur: það
er eitt að líta á Hallgerði sem sögulega persónu og annað að tala við hana
gegnum miðil.
Endurritun er einnig frjótt greiningarhugtak. Rannsóknir á endurrit-
unum veita tækifæri til þess að endurskoða hefðbundinn aðskilnað þjóð-
landa í bókmenntasögunni, sem og útilokun annarra texta en „bók-
mennta“ úr henni. Endurritanir ferðast á milli tungumála, tímabila og
táknkerfa, eins og kemur fram í leiðarlýsingu Jóns Karls um endurritun-
arhefð Njáls sögu, sem hann nefnir í The Rewriting of Njáls Saga „The
Tradition of Forking Paths“. Þessi garður gangstíga sem greinast er sótt-
ur í smásögu eftir Jorge Luis Borges og vísar til þess að við endurritun úti-
lokar einn möguleiki ekki annan: einn endurritari getur kosið að þýða til-
tekinn frumtexta, annar velur að skrifa ljóð um sögupersónurnar, sá næsti
skrifar fræðilega ritgerð, og svo framvegis. Þannig verður til net endurrit-
4 Hetjan og höfundurinn vekur með þessu móti athygli á þeirri fjölbreyttu fram-
setningu sem endurritunarfræðingar gietu leyft sér. Bókin sker sig úr meirihluta
sambærilegra texta, því að lítið er um að þýðingafræðingar leyfi sér að gera
formtilraunir á sama hátt og Jón Karl gerir í Hetjunni og höfundinum. Sjá t.d.
greinar í Lawrence J. Venuti (ritstj.), The Translation Studies Reader. Lundún-
um og New York: Routledge 2000; einnig Susan Bassnett og André Lefevere
(ritstj.), Translation, History and Culture. Lundúnum: Pinter 1990.