Skírnir - 01.09.2001, Blaðsíða 287
SKÍRNIR
HANDAN SJÁLFDÆMIS OG SAMDÆMIS
551
ast á það, en afstxtt miðað við samhengi og sjónarhorn vegna þess að það
gildir ekki í sérhverju samhengi eða frá sérhverju sjónarhorni.“22
Logi heldur því næst fram að hafni maður þörfinni fyrir almennar efn-
islegar ástæður til réttlætingar siðferðinu þá hverfi um leið eins og dögg
fyrir sólu ástæðan til þess að leita ósiðferðisbundinna (bjargfastra) efnis-
legra ástæðna (258), það er að segja að veraldarhyggjan, sem ég hef nefnt
svo, falli fyrir ofurborð. Skiljanlegt er að Logi telji almennu veraldar-
hyggjuna fallna ef rök hans gegn Gert standast, en öllu óljósara er hvers
vegna hann telur þau líka hrína á aðstæðubundinni veraldarhyggju.
Hugsunin virðist vera sú að ef hið meinta ósiðferðisbundna bjarg siðferð-
isins reynist vera aðstæðubundið þá sé ekki lengur nein ástæða til að leita
slíks bjargs yfirleitt, enda óljóst hví ánægja einstaklings skipti þá endilega
meira máli fyrir réttlætingu athafnar en til að mynda sú staðreynd að at-
höfnin sé sanngjörn (260). Við þurfum með öðrum orðum ekki lengur
aðrar ástæður en siðferðilegar fyrir því að breyta siðlega.
Er það fullnægjandi siðferðileg ástæða fyrir því að hætta við að virkja
vatnsfall að fossinn sem ella hverfi sé „stórfenglegur“; er ekki þörf á neinni
skírskotun til langana fólks? Fremur en að svara þessari spurningu beint
ætla ég að beita hinni óbeinu aðferð Loga sjálfs: stilla þannig upp andspæn-
is siðferðishyggju hans ákveðinni tegund af veraldarhyggju og spyrja hvor
geri betri grein fyrir réttlætingu siðferðisins. Veraldarhyggjan sem ég vel er
dygðakenning Rosalindar Hursthouse, eins og hún lýsir henni í nýlegri
bók sinni.23 Þótt Philippu Foot sé oft með réttu eignuð endurreisn dygða-
fræða í samtímanum hefur hún hvergi útfært kenningu sína á nákvæman
hátt. Það hefur hins vegar Hursthouse gert með láði24 og því er hún, að
minnsta kosti frá menntunarlegu sjónarmiði, merkasti dygðafræðingur
samtímans. Ýmsum kann að þykja koma úr hörðustu átt að ég gangi hér
undir jarðarmen með Hursthouse þar sem ég hef gagnrýnt hana harkalega
á öðrum vettvangi, frá sjónarhóli nytjastefnunnar sem ég aðhyllist.25 En
22 Logi Gunnarsson, „Fjölhyggja og siðferði“, Davíb Oddsson fimmtngur 17.
janúar 1998, ritstj. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Jón Steinar Gunnlaugs-
son og Þórarinn Eldjárn (Reykjavík: Bókafélagið, 1998), bls. 635.
23 Rosalind Hursthouse, On Virtue Ethics (Oxford: Oxford University Press,
1999). Á íslensku er til þýðing á eldri ritgerð hennar um skylt efni, „Dygða-
stefna nútímans" (þýð. Einar Logi Vignisson), Heimspeki á tuttugustu öld.
24 Hursthouse lítur bersýnilega svo á að hún sé umfram allt að jarðbinda og út-
færa hugmyndir Foot; sjá On Virtue Ethics, bls. 195.
25 Sjá ritgerðirnar „Af tvennu illu“ í Af tvennu illu: Ritgerðir um heimspeki
(Reykjavík: Heimskringla, 1997) og „Virtue Ethics and Emotional Conflict",
American Philosophical Quarterly 37 (2000). Ég gagnrýni dygðafræði Hurst-
house þar einkum fyrir að láta okkur ekki í té neinn mælikvarða til að skera úr um
hvaða dygð (ekki síst tilfinningadygð) eigi að ráða þegar boð um fylgni við tvær
ólíkar dygðir rekast á - en einnig fyrir að vera of sjálfhverf og sérgæðingsleg.