Skírnir - 01.09.2001, Blaðsíða 268
532
GAUTI SIGÞÓRSSON
SKÍRNIR
einkum eftir að heimskreppan skall á 1930, og fréttir tóku að berast af
stórsigrum fyrstu fimmáraáætlunarinnar í stjórnartíð Stalíns. Halldór
Laxness fór t.d. á sögufrægt friðarþing í Amsterdam árið 1931, sem full-
trúi íslandsdeildar Alþjóðasamhjálpar verkalýðsins. I Skáldatíma lýsir
hann þessu þingi og síðar kynnum sínum af Willi Munzenberg, sem að
öllum líkindum var stórtækasti og áhrifamesti áróðursmeistari Kom-
intern á Vesturlöndum, fyrst í Þýskalandi og svo í Frakklandi fram til
1940, þegar hann annaðhvort fyrirfór sér eða var myrtur. Múnzenberg
hafði verið í innsta hring bolsévika frá því að Lenín, Karl Radek og fleiri
skoðanabræður þeirra dvöldu í útlegð í Sviss. Yfirlýst markmið Kom-
intern var að leiða byltinguna áfram til Vesturlanda, einkum Þýskalands,
sem leiðtogar Sovétríkjanna álitu púðurtunnu Evrópu eftir fyrri heims-
styrjöld. Munzenberg hafði umsjón með áróðurs- og njósnastarfsemi
Komintern í Þýskalandi, og notaði menningarstofnanirnar til þess að
koma upp neti njósnara og ráða hliðholla liðsmenn til starfa.30 I Skálda-
tíma gerir Halldór stuttlega grein fyrir Munzenberg og lýsir heimsókn á
skrifstofu hans í þeim erindum að fá leyfi til þess að ferðast um Sovét-
ríkin árið 1932.31 Sú ferðasaga er rakin í bókinni I austurvegi (1933),
sem gefin var út af hinu nýstofnaða Sovétvinafélagi, og síðar segir Hall-
dór frá ferðinni í Skáldatíma. Um svipað leyti fór Þórbergur Þórðarson
til Rússlands og skrifaði um það í Rauðu hœttunni (1934) sem einnig var
gefin út af Sovétvinafélaginu, auk þess sem hann fór í fyrirlestrarferð um
landið í kjölfar ferðarinnar. Kristinn E. Andrésson fór sjálfur til Moskvu
1934 og af frásögn hans að dæma virðist menningarstarfsemi kommún-
ista á íslandi fyrst hafa vaxið ásmegin með tilkomu Sovétvinafélagsins og
kynningarstarfs íslenskra rithöfunda, eins og Þórbergs og Halldórs, en
síðan fór hún stigvaxandi eftir stofnun Félags byltingarsinnaðra rithöf-
unda 1933, sem hóf að gefa út Rauða penna árið 1935 og stóð fyrir
stofnun bókaforlagsins Heimskringlu sem síðar varð hluti Máls og
menningar.
í Enginn er eyland lýsir Kristinn E. Andrésson stofnun útgáfufélags-
ins árið 1937 og fyrstu starfsárum þess sem nokkurs konar menningar-
legri vakningarstarfsemi, tilraun til þess að „brjóta niður múrinn milli
30 Ég þakka Timothy A. Brennan, prófessor við menningar- og bókmenntafræði-
deild University of Minnesota, fyrir góðfúslegt leyfi til að styðjast við heimild-
ir sem ég aðstoðaði hann við að safna sumrin 1999 og 2000. Hann vinnur nú að
rannsóknum á alþjóðlegri menningarstarfsemi Komintern og eftirmálum henn-
ar. Um Willi Miinzenberg, ævi hans og störf sjá Stephen Koch, Douhle Lives:
Spies and Writers in the Secret Soviet War of Ideas Against the West. New York:
The Free Press 1994.
31 Halldór Laxness, Skáldatími. Reykjavík: Helgafell 1963. Sjá einkum „Friðar-
þíng í Amsterdam", bls. 101-107, og „Griðabréf í Berlín", bls. 114-17.