Skírnir - 01.09.2001, Blaðsíða 318
582
SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR
SKÍRNIR
ar. Sé það rétt hefur dóttirin vafalaust tekið föðurinn fram yfir móðurina,
a.m.k. virðist hún hafa reynt að samsama sig honum með því að haga sér
eins og strákur og afneita kyni sínu: „Hún hlýtur að vera af vitlausu kyni,
sagði faðir þinn stundum ... af vitlausu kyni ...“ (13). Ef til vill má skynja
átök foreldranna um ást dótturinnar í eftirfarandi orðaskiptum mæðgn-
anna (um leið og þau lýsa að sjálfsögðu átökum milli þeirra
sjálfra):
UNGA LEIKKONAN (hægt, lágt, við sjálfa sig): Ef ég hefði látið
hann fljúga ... Ef ég hefði þeyst á honum út í myrkrið, fundið fyrir
loftinu undir honum, frelsinu andartak ... og hrapað síðan ...
ELDRI LEIKKONAN: Talaðu ekki svona. Við erum hér. Við erum
hér saman. Við erum hamingjusamar. Þú ætlaðir þér það aldrei. Held-
urðu að ég viti það ekki? Þú hefðir aldrei gert það. Ég þekki þig. Þú
ert góð stúlka. Þú ert góð stúlka.
UNGA LEIKKONAN (snýr sér að móður sinni, lágt, samanbitið):
Stúlka. Stúlka! Hvað ertu að segja?! Ég - er - ekki stúlka!
ELDRI LEIKKONAN: Hvaða vitleysa! Vertu ekki með vitleysu! Þú
ert stúlkan mín. Þú ert stúlkan mín ... Ég ætti að þekkja þig. Ég sem
ól þig. Ég sem kreisti þig niður af mér. Ég er móðir þín. Svona nú ...
Vertu ekki með vitleysu og komdu hingað ... (31)
Síðar í leikritinu segir unga leikkonan blátt áfram: „Ég vildi vera strákur
til að vera ekki eins og þú“ (47) og sú eldri svarar: „Þú varst aldrei eins og
ég. Þú hefur aldrei verið eins og ég ... Þú hefur alltaf .. .(<íttar sig, syngur):
Fólk er svo misjafnt að stærð og gerð, lögun og lagi ..." (47). Hún þagn-
ar þegar hún er að því komin að nefna föðurinn, því hún veit að í hvert
skipti sem hún nefnir hann kemst dóttirin í uppnám.
Dóttirin lætur einnig sem hún eigi von á einhverjum sem tengdur er
málinu og ef við fylgjum eftir þeim vísbendingum sem hún gefur sjáum
við að hér er um að ræða staðgengil bróðurins, Orestesar, í hinni grísku
sögn. En Orestes (eða þessi staðgengill hans) birtist okkur vandlega dul-
búinn í leikritinu. Hann er í gervi klæðskiptings á bar og birtist ungu
leikkonunni fyrst á meðan hún bíður í búningsherberginu eftir því að
sýningin hefjist:
UNGA LEIKKONAN (eins og við sjálfa sig): Meðan ég beið eftir
sýningunni þá fannst mér ég vera ... kynnir á klæðskiptingabar ... Ég
fann allt í einu fyrir einhverjum í búningsherberginu mínu ... Ég lagði
frá mér blýantinn og leit upp, ég horfði í spegilinn, mjög gaumgæfi-
lega, framhjá sjálfri mér ... eins og framhjá sjálfri mér ... í speglinum
sé ég næstum allt búningsherbergið ... Ég litast um, hægt og rólega,
og allt í einu kem ég auga á hann, hann stendur þarna rétt hjá mér,
núna sé ég hann, núna sé ég hann mjög greinilega. Þarna ertu þá, segi