Skírnir - 01.09.2001, Blaðsíða 276
540
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
Hér blasir strax við sá munur háttarhyggjunnar og skynsemishyggj-
unnar að hin fyrri leyfir að efniviður formlega prófsins sé siðferðilegur,
það er: fyrirfram megi til að mynda gera ráð fyrir samkvæmni og sann-
girni sem siðferðisgildum, en hin síðari heimilar ekki að neinir siðferði-
legir dómar séu lagðir í deigluna í byrjun. Þessi munur helst í hendur við
hina meginskiptinguna á myndinni: Skynsemishyggjan er dæmi um
bjarghyggju sem ætlar siðferðinu að hvíla á einhverri undirstöðu utan
þess sjálfs - eða öllu heldur undir því sjálfu - undirstöðu sem sjálf er ósið-
ferðisbundin (í merkingunni „gildisfirrt“, að sjálfsögðu ekki „siðlaus" í
hversdagslegri skilningi7) en háttarhyggjan um þá skoðun að réttlæting
siðferðisins geti verið og sé í raun óbjargföst, þurfi ekki á að halda neinu
gildisrúnu bjargi, heldur sé siðferðið, röklega séð, sjálfu sér nógt.
Enn erum við stödd á vinstri helmingi myndarinnar en á þeim hægri er
að finna efnislegar ástæður fyrir því að breyta siðferðilega. Þær gera, eins
og nafnið bendir til, ekki ráð fyrir neinu formprófi til að skera úr um sið-
ferðisgildi heldur ráðist réttlætingin, almennt eða í hvert einstakt sinn, af
efnislegum rökum. Bjarghyggjusinnaðir talsmenn hinna efnislegu raka
telja, til dæmis, að réttlætingin liggi í því hvað almennt auki hamingju
fólks, það er ánægju og lausn undan sársauka (samanber nytjastefnu
Mills), eða hvað við tilteknar aðstæður teljist dygðug breytni, það er
stuðli að farsæld einstaklingsins (samanber nútíma dygðafræði í anda
Philippu Foot) - þar sem „hamingjan" og „farsældin" eru skilin sem ver-
aldleg hugtök, röklega óháð siðferðilegri afstöðu. Siðferðishyggjumenn
telja hins vegar að siðferðilegu rökin verði ekki skilin frá efnislegu rökun-
um eða öllu heldur að þau séu efnislegu rökin sem skipta máli í þessu
sambandi, almennt eða aðstæðubundið. Það er síðastnefnda afbrigðið
sem Logi aðhyllist og við eigum eftir að hyggja betur að í framhaldinu.
Stefnumið Loga við samningu bókarinnar eru tvenns konar: Annars
vegar að ganga á milli bols og höfuðs á formlegum réttlætingarleiðum sið-
ferðisins og hins vegar að sýna fram á að bjargföstu ástæðurnar fyrir því
að breyta siðferðilega séu villandi og óþarfar.8 Þá stendur siðferðishyggj-
an ein eftir, samkvæmt einfaldri útilokunaraðferð. I fyrstu 14 köflunum
er vegið að skynsemishyggju, bæði beint og svo óbeint: með því að tefla
7 Nokkrum vandkvæðum er háð að þýða „non-moral“ (um ástæður breytni) á ís-
lensku. Ég nota hér „ósiðferðisbundnar" þar sem „ósiðferðilegar" býður enn
frekar heim samrugli við „siðlausar" (í hversdagslega skilningnum). Logi sjálfur
notaði „forsiðferðilegar" í erindi um bók sína hjá ReykjavíkurAkademíunni 6.
jan. 2001 en það orð vekur hugboð um ástæður sem koma á undan hinum sið-
ferðilegu í tíma. Það sem átt er við er hins vegar, að sjálfsögðu, ástæður sem eru
óháðar siðferðilegu ástæðunum og koma röklega á undan þeim.
8 Hugsun Loga er raunar sú að jafnvel þótt bjargföstu ástæðurnar nœgðu til rétt-
lætingar siðferðinu þá séu þær ekki nauðsynlegar til slíks.