Skírnir - 01.09.2001, Blaðsíða 243
SKÍRNIR
VÍKINGAR OG VIKTORÍUMENN
507
í upphafi tíunda kafla, ‘Travels, Trips, and Trots’, minnir Wawn okkur
á að í öðrum kafla „sáum við ferðalanga upplýsingarinnar með bakpoka
fulla af sjónhorna- og hitamælum og uppfulla af viðkvæmni og upphafn-
ingu. Ferðalangar viktoríutímans, betur klæddir og skæddir, komu betur
upplýstir um norræn fræði og sögur. Hinir síðarnefndu eru viðfangsefni
þessa kafla“ (283). Meðal þeirra sem hér koma til sögu eru Dufferin lá-
varður, en bók hans Letters frorn High Latitudes (1857) veitti mörgum
lesandanum gleði með bráðsmellnum lýsingum á næturlöngum veislum
og kanínuveiðum; við lok aldarinnar hafði hún komið út í tíu útgáfum.
Charles Forbes skrifaði Iceland: Its Volcanoes, Geysirs and Glaciers
(1860) en Wawn eyðir litlum tíma í hana þótt bókin sé „sú fyrirmynd sem
margir ferðalangar notuðu það sem eftir lifði aldar“ (293). Frederick
Metcalfe hafði ferðast um Noreg og kunni íslensku og „honum má þakka
að hafa gert íslenskar söguslóðir lifandi fyrir breskum lesendum“ (294).
Wawn hrósar þeim fimm bókum sem Sabine Baring-Gould ritaði um Is-
land og telur að Iceland: Its Scenes and Sagas (1863) „marki þáttaskil í
enskum ferðabókum" þar sem „höfundurinn sýnir að hann er maður Is-
lendingasagna í einu og öllu“ (299). Onnur verk Baring-Goulds, einkum
Grettir the Outlaw (1890) og The Icelander’s Sword (1894) „eiga uppruna
sinn í kennarastarfi hans síðla á sjötta áratug aldarinnar er hann endur-
sagði sögurnar munnlega í sunnudagsgöngum með nemendum sínum“
(296). Undir hárréttri fyrirsögn, ‘A Sceptical Voice’ [Efasemdarrödd],
tekur Wawn saman niðurstöður Sir Richards Burtons, sem sættir sig ekki
við „neinar málamiðlanir vegna viðkvæmni, ljóðrænu eða hrifningar í
mati á sögutextum" (303). Aðrir ferðalangar eru nefndir stuttlega ásamt
lengri og gagnlegri lýsingu á framlagi Elizabeth Jane Oswald í By Fell and
Fjord, or Scenes and Studies in Iceland (1882), „fyrsta íslandsbókin með
korti þar sem söguslóðirnar eru sérstaklega merktar, en sérstæðasti hluti
bókarinnar er sú áhersla sem lögð er á hlutverk kvenna í miðalda- og nú-
tímasamfélagi Islendinga" (306). Þessum mikilvæga kafla lýkur síðan með
lofsamlegu yfirliti yfir A Pilgrimage to the Saga Steads of Iceland (1899)
eftir Collingwood og falla Wawn hinar 150 teikningar af sögustöðum vel
ígeð-
I ellefta kafla, ‘Telling Viking Tales’, telur Wawn upp og ræðir „þann
fjölda skáldsagna sem höfundar viktoríu- og játvarðartímans sendu frá
sér“, t.d. sögur sem „lofsyngja arfleifð Skandínava og Normanna á Bret-
landseyjum eða landafundi norrænna manna í Ameríku... sem styðja
ímynd hugrekkis og karlmennsku fyrir skólastráka... sem gegndu því
hlutverki að vera andlegar og siðferðilegar dæmisögur meðan aðrar sem
blönduðu saman innrætingu og spennu áttu greiða leið á leiksvið Lund-
únaborgar“ (313).
Wawn bendir á að