Skírnir - 01.09.2001, Page 61
SKÍRNIR
UM BERSERKI
325
enda algengt að berserkir séu víkingar og víkingar þ.a.l. stundum
berserkir. Berserkir eru því víða jafnframt (eða jafnvel eingöngu)
kallaðir víkingar.29
Berserksgangurinn
Menn hefur ekki einungis greint á um uppruna orðsins berserkur,
og þar með tengsl berserkja og bjarna, heldur hefur berserksgang-
urinn sjálfur ekki síður valdið heilabrotum fræðimanna og ann-
arra áhugamanna um mannlegt/dýrslegt eðli. Þetta háttarlag er
jafnan talið höfuðeinkenni berserkja og gildir þá einu hvort þeir
muni hafa klæðst bjarnarfeldum eða ekki. Þeir trylltust í orrustu,
urðu óðir og ýmist grenjuðu eða ýlfruðu sem villidýr.30 Ekki bitu
vopn á þá sem aðra menn og sársauka þoldu þeir umfram hraust-
ustu hetjur. Svo mikil var árásargirni þeirra að ósjaldan gripu þeir
til þess ráðs að bíta í skjaldarrendur sínar til að hemja æðið sem á
þá rann og þann aukna styrk sem því fylgdi.31 I þvílíkum ham
æddu þeir inn í heri óvina sinna og hjuggu menn á báðar hendur.
Um berserkina Halla og Leikni, sem koma við sögu í Eyr-
byggju og Heiðarvíga sögu, segir svo: „þeir gengu berserksgang
ok váru þá eigi í mannligu eðli, er þeir váru reiðir".32 Samkvæmt
þessu mætti ætla að berserksgangurinn sé eins konar reiði- eða
brjálæðiskast sem einkennist af því að eðli villidýrs brýst fram og
gerir manninn óþekkjanlegan. En hvernig verður þetta æði ber-
serkjanna skýrt? í athugasemdum sínum við Ynglinga sögu segir
Bjarni Aðalbjarnarson að lýsingar fornra rita á berserksgangi eigi
eflaust við sannindi að styðjast: „Þess eru ærin dæmi, bæði forn og
29 Sjá Weiser 1927:61. Dæmi um berserk sem eingöngu er kallaður víkingur, sjá
t.d. Sögu Hrólfs Gautrekssonar, 15. kafla, FNIII (bls. 106).
30 Sbr. Haraldskvæði hér að framan. Á 10. öld voru stríðsmenn Óðins - eða hin-
ir skandinavísku „Rusar" - sagðir öskra sem villidýr og ýlfra með undarlegum
og ógeðfelldum hætti. Þeir börðust með dýrslegum krafti og blindum ofsa. Sjá
Leo Diaconus Caloensis 1864:dálkar 841-886, einkum 849 og 877 og Davidson
1976:113. Sjá ennfremur Breen 1999:66-69.
31 Sbr. t.d. Hervarar sögu og Heiðreks konungs, 5. kafla, FN I (bls. 425).
32 Eyrbyggja saga, 25. kafli, ÍF IV (bls. 61); Sjá ennfremur Heiðarvíga sögu, 3.
kafla, IFIII (bls. 217).