Fréttablaðið - 27.10.2018, Side 18

Fréttablaðið - 27.10.2018, Side 18
Skallagrímur - ÍR 99-96 Stigahæstir: Eyjólfur Ásberg Halldórsson 25/10 fráköst, Aundre Jackson 25, Matej Buovac 21, Bjarni Guðmann Jónsson 10 - Justin Martin 25, Hákon Örn Hjálmarsson 19, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 17, Gerald Robinson 16, Sigurður G. Þorsteinsson 16. Valur - KR 79-95 Stigahæstir: Kendall Anthony Lamont 27/12 stoðsendingar, Aleks Simeonov 21, Austin Magnus Bracey 10 - Jón Arnór Stefánsson 22, Emil Barja 17/10 fráköst, Björn Kristjánsson 17, Dino Stipcic 9, Julian Boyd 8, Vilhjálmur Kári Jensson 8. Efri Tindastóll 8 Stjarnan 6 Keflavík 6 Njarðvík 6 KR 6 ÍR 4 Neðri Skallagr. 4 Haukar 4 Þór Þ. 2 Grindavík 2 Valur 0 Breiðablik 0 Nýjast Domino’s-deild karla Handbolti Íslenska karlalands- liðið mætir því tyrkneska í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2020 á morgun. Leikurinn fer fram í Ank- ara, höfuðborg Tyrklands, og hefst klukkan 13.00 að íslenskum tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem karlalands- lið Íslands og Tyrklands mætast. Ísland er með tvö stig í riðlinum eftir stórsigur á Grikklandi, 35-21, á miðvikudaginn. Tyrkland er án stiga en liðið tapaði fyrir Makedóníu á útivelli, 31-27, í fyrradag. Tyrkir létu Makedóníumenn hafa fyrir hlut- unum og Íslendingar mega búast við erfiðari leik en gegn Grikkjum. Nokkrir leikmenn í landsliðs- hópi Tyrklands leika með Besiktas sem hefur verið fastagestur í riðla- keppni Meistaradeildar Evrópu á undanförnum árum. – iþs Fyrsti leikurinn gegn Tyrkjum Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska liðsins. FRéttAblAðið/EyþóR Fótbolti Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Rosengård geta orðið sænskir meistarar í dag. Rosengård komst á topp sænsku úrvalsdeildarinnar með sigri á Piteå, 1-0, í toppslag um síðustu helgi. Rosengård er með 45 stig á toppi deildarinnar, jafn mörg og Piteå en miklu betri markatölu. Rosengård mætir liðinu í 3. sæti, Kopparbergs/ Göteborg, í lokaumferðinni í dag. Kopparbergs/Göteborg er aðeins stigi á eftir Rosengård og Piteå og á því enn möguleika á að verða meistari. Piteå mætir Växjö, sem er um miðja deild, í lokaumferðinni. Rakel Hönnudóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir leika með Limhamn Bunkeflo sem er í ellefta og næst- neðsta sæti deildarinnar með 23 stig, jafn mörg og Vittsjö, sem er í sætinu fyrir ofan, en lakari marka- tölu. Limhamn Bunkeflo mætir öðru Íslendingaliði, Djurgårdens, í lokaumferðinni. Með því leika Guð- björg Gunnarsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir. – iþs Glódís getur orðið meistari Fótbolti Leiðindamál hafa verið í deiglunni í belgískum fótbolta undanfarið. Annars vegar hefur farið fram rannsókn á hagræðingu úrslita í leikjum í fallbaráttu belg- ísku efstu deildarinnar á síðustu leiktíð. Hins vegar er mál sem þykir stærra og landlægara vandamál þar í landi. Það eru skattsvik tveggja umboðsmanna sem tveir reynslu- miklir þjálfarar í belgíska boltanum eru flæktir í. Fréttablaðið fékk Tom Boude- weel, íþróttafréttamann hjá belg- íska fjölmiðlinum VRT, til þess að útskýra um hvað málið snýst. Hann segir vafasama háttsemi umboðs- manna hafa verið mikið vandamál í belgískum fótbolta og það verði að freista þess að spyrna við fótum. Málið hófst með handtöku Ivans Leko sem stýrir ríkjandi meist- urum í Belgíu, Club Brugge, vegna vafasamra aðgerða Dejans Veljko- vic, umboðsmanns hans, á meðan Leko var við störf hjá Oud-Hever- lee Leuven fyrir þremur árum. Þar voru hann og umboðsmaðurinn í samstarfi um að stuðla að því að austur-evrópskir leikmenn kæmu í stórum stíl til liðsins og Veljkovic tók við greiðslum frá félaginu fyrir milligöngu sína um þær sölur. Leko hefur verið sleppt úr haldi fyrir sinn þátt í málinu og þar sem rannsóknin beindist ekki að brotum í starfi hans fyrir núverandi vinnuveitanda telur Tom Boudeweel að þetta muni ekki hafa áhrif á starfsöryggi hans. Peter Maes tók við stjórnartaum- unum hjá Lokeren eftir að Rúnar Kristinsson var látinn taka pokann sinn árið 2107. Veljkovic er grun- aður um að skjóta undan fjárhæðum við kaup og sölu leikmanna sem eru á hans snærum. Þá er Maes grunaður um að hafa komið sér undan því að borga skatt með því að geyma pen- inga sína á bankareikningi á Kýpur. Maes var hnepptur í gæsluvarðhald í vikunni, en hefur verið sleppt. Boudeweel telur að slæmur árangur Lokeren undir stjórn Maes og þetta vesen hans og umboðs- mannsins muni leiða til þess að hann missi starf sitt hjá Lokeren. Hann telur enn fremur að hann muni þurfa að leiðrétta skatt- greiðslu sína aftur í tímann en hljóti ekki frekari refsingu fyrir skattsvik sín. Maes hefur enn fremur tekið við greiðslum úr hendi Veljkovic fyrir að kaupa skjólstæðinga hans til Lokeren og láta þá svo spila þar. Mogi Bayat er svo umboðsmaður fjölmargra leikmanna bæði í Belg- íu og Frakklandi. Hann er líkt og Veljkovic grunaður um að taka við greiðslum og setja í eigin vasa frá félögum þegar leikmenn sem eru á hans vegum semja við félögin. Þá hafa þeir mútað belgískum blaða- mönnum til þess að skrifa góðar umsagnir um leikmenn hans og hækka einkunnir fyrir frammistöðu þeirra. Boudeweel segir að Veljkovic og Bayat séu krabbamein í belgískum fótbolta af tveimur ástæðum einna helst. Þeir hafa haft milligöngu um það að fjölga erlendum leik- mönnum í tveimur efstu deildunum í landinu og hamla því þar af leið- andi að ungir og efnilegar Belgar fái brautargengi. Þá séu þeir og kollegar þeirra að mergsjúga belgísk félög fjárhagslega. Fé sem ætti að skila sér í bókhald félaganna skilar sér ekki þangað þar sem það fer þess í stað í skítugar hendur umboðsmannanna. Leikmenn, sem þeir koma að hjá belgísku félögunum, staldra stutt við þar og fara fyrir litlar upphæðir til stærri félaga í framhaldinu. Verst séu hins vegar fyrrgreind brot þeirra sem lúta að því að félögin greiði þeim háar fjárhæðir við undirskrift leikmanna sem þeir starfa fyrir og þá staðreynd að þeir komi peningum úr belgísku hag- kerfi með því að greiða ekki skatta af tekjum leikmanna og þjálfara sem starfa í Belgíu þar í landi, heldur á lágskattasvæði á Kýpur. Belgíska lögreglan er með aðgerð- ir Veljkovic og Bayat og sjö annarra aðila til rannsóknar og áhugavert verður að sjá hvort lögregluyfir- völdum og belgíska knattspyrnu- sambandinu takist að sporna við því að svona lagað gerist aftur þar í landi. hjorvaro@frettabladid.is Spilltir umboðsmenn eru að eyðileggja belgískan fótbolta  Eins og víðar í knattspyrnusamfélögum í heiminum hafa umboðsmenn knattspyrnumanna og þjálfara verið til vandræða í belgískum fótbolta undanfarið. Vafasamar greiðslur sem þeir hafa tekið við á síðustu árum hafa leitt til lögreglurannsókna og handtakna. Belgískur blaðamaður veitir innsýn sína í málið. Peter Maes, þjálfari lokeren, var handtekinn í vikunni. NoRDicPhotoS/GEtty Fótbolti Í fyrsta sinn í ellefu ár, eða síðan í desember 2007, verða Lionel Messi og Cristiano Ronaldo ekki með þegar Barcelona og Real Madrid mætast. Real Madrid seldi Ronaldo til Juventus í sumar og Messi er meiddur og verður ekki með þegar liðin eigast við á Nývangi á morgun. Leikurinn hefst klukkan 15.15 að íslenskum tíma. Real Madrid hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu fjórum leikjum sínum í spænsku úrvalsdeildinni. Starf Julen Lopetegui þykir hanga á bláþræði og jafnvel var búist við því að hann yrði rekinn fyrir leik- inn gegn Barcelona. Antonio Conte og Arsene Wenger eru meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við stjóra- stöðuna hjá Real Madrid. Barcelona er fjórum stigum á undan Real Madrid fyrir El Clásico eins og leikir þessara liða eru jafnan kallaðir. Börsungar höfðu aðeins fengið þrjú stig í fjórum deildar- leikjum áður en þeir unnu Sevilla, 4-2, um síðustu helgi. Barcelona og Real Madrid hafa mæst 176 sinnum í deildarleikjum. Real Madrid hefur unnið 72 leiki, Barcelona 70 og 34 sinnum hefur orðið jafntefli. – iþs Án Ronaldo og Messi í fyrsta sinn síðan 2007 Gildir til 15. nóvember VINAHÓPSAFSLÁTTUR af endurunnum mini-is og mid-is Kungs rúðusköfum 30% Lykil- og korthafar Olís og ÓB eru sjálfkrafa meðlimir í Vinahópnum og njóta afsláttarkjara þegar greitt er með lykli eða korti. 2 7 . o k t ó b e r 2 0 1 8 l a U G a r d a G U r18 S p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð sport 2 7 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 1 2 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 3 3 -C 6 A C 2 1 3 3 -C 5 7 0 2 1 3 3 -C 4 3 4 2 1 3 3 -C 2 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 1 2 s _ 2 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.