Fréttablaðið - 27.10.2018, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 27.10.2018, Blaðsíða 13
Við látum framtíðina rætast. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum www.volkswagen.is Touareg Offroad. 3.0 TDI V6. Verð 9.290.000 kr. T- Roc. Fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur. Verð 4.590.00 kr. Fjórhjóladrifna fjölskyldan. Tiguan Offroad. Fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur. Verð 5.790.000 kr. Tilboðsverð 4.990.000 kr. Tiguan Allspace. 7 manna og rúmgóður. Verð 7.635.000 kr. Tilboðsverð 6.990.000 kr. Í f lokki stærri jeppa Í f lokki jepplinga Í f lokki minni jeppa Í f lokki jepplinga að þeir væru í Lundúnum. „Til and- skotans með Lundúnir. Drottningin þeirra er þræll okkar og lögreglan hundar. Hvernig dirfist þú að blóta Salman konungi? Við getum ekki leyft þér það.“ Að mati Almasarir er þáttur hans augljóslega ástæðan fyrir árásinni. „Það var ráðist á mig vegna þess að ég nota háð til þess að gagnrýna og ljóstra upp um þau hryllilegu mannréttindabrot sem viðgangast í Sádi-Arabíu, hræsni konungsfjöl- skyldunnar og allt sem hún gerir,“ segir hann. Almasarir segir MBS halda að hann geti gert hvað sem hann vill svo lengi sem hann borgar þeim sem eru ósammála fyrir að sætta sig einfaldlega við það. „En innan Sádi-Arabíu þarf hann ekki að borga neinum. Hann kastar fólki bara í fangelsi og lætur pynta það.“ Verri en Gaddafi og Saddam Að sögn Almasarir minnir MBS á arabíska harðstjóra á borð við hinn líbýska Muammar Gaddafi og hinn írakska Saddam Hussein. „Hann er eins og Gaddafi og Saddam. En hann er meira að segja verri af því að hann kaupir sér þjónustu almannatengla til þess að láta hann líta betur út en Gaddafi og Saddam. Stundum trúir fólk því meira að segja,“ segir Almas- arir. Afstaða Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til stjórnarinnar í Sádi-Arabíu hefur verið töluvert gagnrýnd. Hvort sem um er að ræða Khashoggi-málið eða hin ógnar- mörgu morð á almennum borg- urum í stríðinu í Jemen. Bandaríkin eiga mikilla hagsmuna að gæta, hafa til að mynda stundað vopnavið- skipti fyrir hundruð milljarða. „Ég held að Trump verði ein- faldlega að reyna að koma honum frá völdum. Bæði til þess að bjarga sádiarabísku þjóðinni og til þess að vernda bandaríska hagsmuni bæði í Sádi-Arabíu og Arabaheiminum öllum,“ segir Almasarir. Kallaður hryðjuverkamaður Ali Adubisi er formaður ESOHR, evrópsk-sádiarabískrar mannrétt- indastofnunar, sem stofnuð var í Berlín árið 2013. Hann segir ESOHR reyna að hafa sem mest áhrif og ein- beita sér að mannréttindabrotum í Sádi-Arabíu. Til að mynda aftökum, pyntingum, ólögmætri fangelsun, brotum geng konum og börnum og brotum gegn tjáningarfrelsinu svo fátt eitt sé nefnt. „Stofnunin er mikilvæg upplýsingaveita um stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu,“ segir Adubisi. Hann segir að yfirvöld í Sádi- Arabíu hafi reynt að þagga niður í sér. „Það var réttað yfir mér fjarver- andi árið 2016 vegna meintra brota á hryðjuverkalögum. Það er enginn greinarmunur gerður á mannrétt- indabaráttufólki og hryðjuverka- mönnum. Ég veit ekki hvernig það mál fór. Ég gæti verið handtekinn ef ég ferðast til Arabalandanna vegna baráttu minnar þannig að ég ein- faldlega fer ekki þangað.“ Þá segir hann að margir stjórnar- andstæðingar óttist nú um líf sitt vegna máls Khashoggi. „Við höfum fylgst með málum nokk- urra aðgerða sinna í útlegð og vitum að ríkisstjórnin hefur hótað ætt- ingjum þeirra í Sádi-Arabíu.“ Adubisi segir að sér hafi ítrekað verið boðið aftur heim og hann fengið loforð um að hann yrði ekki handtekinn. Því treysti hann ekki. Þá segir hann einnig að lokað hafi verið á vefsíðu stofnunarinnar í Sádi-Arabíu og að „stafrænn her“ reyni sífellt að ráðast á stofnunina bæði á samfélagsmiðlum og með netárásum. „Ég er ekki hræddur en maður verður að hafa varann á. Eftir að Mohammed bin Salman komst til valda hefur ríkisstjórnin breyst í skipulögð glæpasamtök.“ Óvinur mannréttinda Aðspurður um skoðanir sínar á krónprinsinum segir Adubisi: „Hann er brjálaður óvinur mann- réttinda. Staða mannréttindamála hefur aldrei verið verri á þeim 88 árum sem liðin eru frá stofnun rík- isins.“ Adubisi segir að Mohammed sé stríðsglæpamaður vegna aðgerða Sádi-Araba í stríðinu í Jemen. Vert er að benda á að slíkar ásakanir birtust í skýrslu sérfræðingateymis mann- réttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sem birtist í ágúst. „Hann hefur líka gerst sekur um glæp þegar Khashoggi var myrtur og reynt var að hylma yfir glæpinn. Hann hefur aukinheldur staðið fyrir pyntingum og öðrum morðum. Til viðbótar, jafnvel þótt hann hafi lofað að fækka aftökum, hefur aftökum fjölgað og refsingar beinst í meira mæli gegn mannréttinda- baráttufólki og stjórnarandstæð- ingum,“ segir Adubisi og bætir við: „Hann er verulega harður harð- stjóri. Hann er líka skapstór. Og hann málar sig upp sem umbóta- sinna, makar á sig þeirri málningu, á meðan hann stelur auð sádiarabísku þjóðarinnar. Svo reynir hann að notfæra sér alþjóðlega fjölmiðla til að skapa þér þessa ímynd.“ Kallar eftir aðgerðum Að mati Adubisi hefur alþjóða- samfélagið ekki gert nóg til þess að styðja baráttu Sádi-Araba fyrir mannréttindum, „því miður“. Hann segir að nokkur ríki, undir forystu Bandaríkjanna og Bretlands, hafi lengi verið „stuðningsmenn ógnar- stjórnarinnar í Sádi-Arabíu“. „En við gleymum ekki fallegum og mikilvægum stefnumálum fjöl- margra landa, til dæmis Íslands sem hefur stutt baráttuna fyrir mann- réttindum í Sádi-Arabíu í mann- réttindaráði Sameinuðu þjóðanna, eins og ég hef alltaf tekið fram í umfjöllun um störf ráðsins,“ segir Adubisi og vill þakka fyrir: „Þakka þér fyrir, herra Guðlaugur Þór Þórðarson. Þakka ykkur kærlega fyrir, sendinefnd Íslands í Genf, sem vinnur mikilvægt starf.“ Prinsinn klifrar hratt upp valdastigann Þátttaka Mohammeds bin Salman krónprins í stjórnmálum hófst áður en faðir hans, Salman, var krýndur árið 2015. Hann varð ráðgjafi föður síns árið 2009 en þá var Salman ríkisstjóri Ríad. Hið skjóta ris hans hófst hins vegar fyrir alvöru árið þegar Salman var orðinn krónprins. Ári síðar, 2013, var Mohammed settur yfir embætti krónprins og fékk stöðu ráðherra. Abdúlla konungur lét lífið í janúar 2015. Samkvæmt hefð- inni sem Abdulaziz Ibn Saud, stofnandi þeirrar Sádi-Arabíu sem við þekkjum nú, varð Salman konungur enda kveður hefðin á um að krúnan skuli erfast lárétt í ættartrénu, ekki lóðrétt. Með krýningu Salmans jukust völd Mohammeds til muna. Árið 2015 var hann settur yfir fjár- mála- og þróunar- ráð ríkisins og ári seinna kynnti hann stefnu sína, Vision 2030. Stefnan gengur út á að leysa sádiarabíska hagkerfið undan olíufíkninni svo það geti orðið stöðugt til frambúðar. Salman gerði Mohammed einnig að varnarmálaráðherra og varð hann sá yngsti í heiminum sem gegndi þeirri stöðu. Sem slíkur hefur hann haft yfirumsjón með þátttöku Sádi-Araba í stríðinu í Jemen. Salman ákvað svo árið 2017 að fleygja hefð föður síns og gerði Mohammed að krónprinsi í stað bróður síns, Mohammeds bin Nayef. Innanríkisráðuneytið var sömuleiðis tekið úr höndum bróðurins og sett í hendur krún- unnar. Í maí, mánuði áður en hann varð krónprins, hafði Mohammed skellt valda- og auðmönnum í stofufangelsi vegna meintrar spillingar og þannig losað sig við mögulegar gagnrýnisraddir. Talið er að ákvörðun Salmans um að færa völdin til Mo- hammeds tengist því að Salman konungur hafi verið greindur með Alzheimer-sjúkdóm. Krónprinsinn virðist fá að ráða því sem hann vill og hefur getað framfylgt sinni stefnu án mikilla andmæla frá konungi. f r é t t i r ∙ f r é t t A B L A ð i ð 13L A U G A r D A G U r 2 7 . o k t ó B e r 2 0 1 8 2 7 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 1 2 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 3 3 -D 0 8 C 2 1 3 3 -C F 5 0 2 1 3 3 -C E 1 4 2 1 3 3 -C C D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s _ 2 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.