Fréttablaðið - 27.10.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.10.2018, Blaðsíða 10
Viltu vinna með utanríkisráðuneytinu á sviði þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar? Ráðuneytið vill fjölga samstarfsaðilum á þessu sviði, sérstaklega með skírskotun til áherslu á mannréttindi og samstarf við atvinnulífið. Rekur þú félagasamtök, eða þekkir til félagasamtaka, sem gætu lagt okkur lið? Ráðuneytið hefur lengi starfað með íslenskum félagasamtökum á þessum vettvangi. Ár hvert veitir ráðuneytið styrki til verkefna í þróunarríkjum sem annað hvort njóta stuðnings frá félagasamtökum eða eru framkvæmd af þeim. Á síðasta ári námu heildarframlög ráðuneytisins til slíkra verkefna tæplega 300 milljónum króna. Núna stendur yfir endurskoðun á úthlutunarreglum ráðuneytisins til slíkra verkefna. Hafi samtök þín áhuga á að fá nánari upplýsingar um samstarf ráðuneytisins við félagasamtök í málaflokknum eða styrkveitingar til félagasamtaka eru þið hvött til að senda tölvupóst á netfangið felagasamtok.styrkir@utn.stjr.is með efnislínunni „Samstarf við félagasamtök“. Viltu vinna með okkur? Heilbrigðismál Arndís, fimm ára gömul dóttir Elínar Berglindar Skúladóttur, er í eftirmeðferð við bráðahvítblæði og á batavegi. Hún er komin aftur með hár eftir stranga lyfjameðferð og gladdist ákaflega í vikunni þegar hægt var að flétta hárið svolítið. Fyrir rúmu ári greindist Arndís með bráðahvítblæði. Mánuðina áður greip hún hverja pestina á eftir annarri. Eftir að hafa glímt við hlaupabólu vikum saman kom í ljós að hún var komin með bráða­ hvítblæði. „Við vorum öll hrædd og upplifð­ um djúpa sorg fyrir hennar hönd. Hún hafði verið mikið veik um veturinn, oft með hita. Þegar hún fékk svo hlaupabólu gekk henni mjög illa að ná sér af vírusnum. Bólurnar greru mjög hægt og illa. Hún var orðin snjóhvít í framan þegar hún var loks greind með hvít­ blæði og var hún send með sjúkra­ flugi til Reykjavíkur á Barnaspítala Hringsins,“ segir Elín Berglind sem segir meðferðina hafa hafist strax af miklum krafti. „Á þriðja degi frá því við fórum með hana til læknis vegna veikinda hennar var hún búin að fara í tvær svæfingar, byrjuð í lyfjameðferð og á sterum. Hún var þrjósk og þver, var enn mjög veik og vildi bara loka sig af með böngsunum sínum og iPad sem við fengum að láni á Barna­ spítalanum. Við þurftum að gefa henni lyf þrisvar á dag, auk þess sem hún fór í svæfingar, fékk þar lyf í mænugöngin og lyfjagjafir í æð. Hún var uppgefin og sorgmædd og það vorum við líka,“ segir Elín Berg­ lind sem segir dóttur sína hafa upp­ lifað að hafa verið kippt úr úr sínu lífi og sett á stað þar sem hún vildi ekki vera og alls ekki gera það sem ætlast var til af henni. „Þessa fyrstu daga sem illa gekk með Arndísi fór ég að hugleiða hvað ég gæti gert til að bæta ástandið. Hjálpa henni að skilja þessar nýju og erfiðu aðstæður sem hún var í. Ég bjó til sögu og setti þessa litlu hluti inn í hana sem hún þurfti að gera. Taka lyf og passa slöngurnar sem voru tengdar við hana. Og svo var það hármissirinn sem við ákváðum frá upphafi að gera að jákvæðri reynslu. Arndís vildi hlusta á söguna þegar henni leið illa. Hún róaðist og áttaði sig á að hún þyrfti að taka töflurnar og það gekk betur og betur eftir því sem tíminn leið,“ segir Elín Berglind og segir börnum finnast gott að gera leik úr því sem þarf að læra og hlusta á sögur um það sem barnið þarf að skilja. Það þekki hún vel úr starfi sínu sem kennari. Elín Berglind og vinkona hennar, Ninna Þórarinsdóttir barnamenn­ ingarhönnuður, ákváðu að gefa söguna út. Þær settu af stað söfnun á Karolina Fund og voru aðeins fjóra daga að safna fyrir lokatak­ Léttir börnum með krabbamein lífið Dóttir Elínar Berglindar Skúladóttur greindist fjögurra ára gömul með bráðahvítblæði og lýkur meðferð 2020. Elín Berglind gefur út bók sem auðveldar börnum með krabbamein að skilja veruleika sinn. Tólf til fjórtán börn greinast með krabbamein á hverju ári. Elín Berglind með dóttur sinni Arndísi. FréttABlAðið/Auðunn marki sínu. Nú eru 19 dagar eftir af söfnuninni. Bókina ætlar hún einnig fyrir önnur börn til að skilja aðstæður vina og leikfélaga sinna. „Því það getur verið erfitt að sjá vin eða vin­ konu sem þarf að fara í gegnum lyfjameðferð og missa hárið út af því.“ Lyfjameðferð Arndísar er ekki lokið. Hún á enn um 15 mánuði eftir af meðferðinni. „Hún getur meira verið heima og þarf lítið að fara á spítala eins og var. Það er gott því okkur fannst mjög erfitt að vera frá hinum dætrum okkar vegna þess að Arndís gat ekki fengið lyfjameðferð í heimabyggð. Lífið er á góðu róli og við erum afar þakklát öllum þeim sem studdu við okkur.“ kristjana@frettabladid.is Ég bjó til sögu og setti þessa litlu hluti inn í hana sem hún þurfti að gera. Taka lyf og passa slöngurnar sem voru tengdar við hana. Og svo var það hármissirinn sem við ákváð- um frá upphafi að gera að jákvæðri reynslu. 2 7 . o k t ó b e r 2 0 1 8 l A U g A r D A g U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð 2 7 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 1 2 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 3 3 -F 3 1 C 2 1 3 3 -F 1 E 0 2 1 3 3 -F 0 A 4 2 1 3 3 -E F 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 1 2 s _ 2 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.