Fréttablaðið - 27.10.2018, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 27.10.2018, Blaðsíða 28
Veiga Grétarsdóttir er transkona, hét áður Veigar Grétarsson. Mér fannst hún svo dimmrödduð í sím-anum og get því ekki orða bundist um hversu dömuleg hún er, þegar hún mætir í viðtalið á Kjarvalsstöðum. Hún hlær og dregur upp tvær myndir, aðra frá því í fyrra, hina fimm ára. Þær gætu eins verið af Fríðu og dýrinu. „Ég var aldrei sátt við myndir af mér, fólk segir að ég hafi verið myndarleg sem karlmaður en ég sá karlalega stelpu! Nú hefur hálsinn mjókkað um svona þrjá sentimetra og lærin eru orðin fimm, sex sentimetrum sverari. Hormón- arnir,“ útskýrir hún brosandi. Leið þér eins og stelpu þó að lík- aminn væri strákalegur? „Kannski ekki eins og stelpu. Ég hafði samt óstjórnlega þörf fyrir að klæða mig í kvenmannsföt en reyndi að bæla þær hvatir niður eins og ég gat og lét engan vita um þær. Ég eignaðist einhvern tíma kvenmannsföt en feluleikurinn var svo mikill að ég skrúfaði hátalarann minn í sundur og húsgögnin líka til að geyma þau þar inni. Ég held ég hafi verið að nálgast 25 ára aldurinn þegar ég heyrði orðið transgender í fyrsta skipti.“ Hún kveðst hafa leikið sér eins og týpískur strákur þegar hún var lítil. „Jú, ég átti barbídúkku og mér fannst mjög gaman að fá að vera með í saumaklúbbnum hennar mömmu, þá sat ég og prjónaði. Reyndar var ég alltaf dugleg í handa- vinnu, hvort sem það var teikning, saumar eða smíðar. Ég geri það sem mér dettur í hug, legg parkett og flísar, geri við bíla og sprauta. Strax fjórtán, fimmtán ára var ég byrjuð að gera við fyrir vini og kunningja í skúrnum hjá pabba, eins að sprauta bíla og mótorhjól. Held að ég hafi alltaf verið pabbastelpa, var bara fjögurra ára þegar ég var farin að brasa í skúrnum með honum.“ Veiga hefur farið með túrista um á kajökum á sumrin og var svo á skútunni Artika á Grænlandi nú í lok sumars við leiðsögn, bæði á kajak og í gönguferðum. Segir það eina bestu vinnu sem hún hafi komist í. „Þá var er ég bara í útivistargallanum allan tímann og ekkert að eyða tíma í sjálfa mig en þegar ég kom hingað heim var alveg kominn tími til að fríska aðeins upp á útlitið.“ Ertu dálítið tvær manneskjur ennþá? „Veistu, ég hef pælt í þessu. Ég var ekki sátt í eigin skinni og langaði í kynleiðréttingarferli en á sama tíma hugsaði ég: Nei, þú getur ekk- ert verið kona því þér finnst svo gaman að skjóta og sigla og konur gera ekkert svoleiðis – sem er bara algjör þvæla. Þá var ég að reyna að bæla konuna í mér niður og telja mér trú um að ég væri eðlilegur karlmaður. En ég er bara mann- eskja með ákveðin áhugamál, sama hvað ég er með milli lappanna. Ég lít á mig sem konu – sem ég er og hef alltaf verið frá því ég fæddist en ég er auðvitað alin upp sem karlmaður og það markar líka hver ég er.“ Hún segir hormónana hafa breytt ýmsu. „Ég er ekki eins sterk og ég var, ég finn mikinn mun á því. Er líka mun viðkvæmari, þarf minna til að fara að gráta en er miklu rólegri og afslappaðri. Þegar testósterónmagn- ið fór minnkandi fór ég að róast.“ Aldrei verið eins hamingjusöm Veiga segir sína andlegu líðan mun betri eftir leiðréttinguna. „Ég hef aldrei átt eins lítið og þénað eins lítið en aldrei verið eins hamingjusöm. Ég hefði heldur aldrei getað gert það sem ég er að gera í dag eins og ég var áður, hafði ekki sjálfstraust í það. Ég hefði aldrei getað farið í viðtal. Vildi ekki gifta mig og halda brúðkaups- veislu því ég þoldi ekki athygli. En næsta sumar er ég að fara að róa kajak kringum Ísland og þá mun Óskar Páll Sveinsson tæknimaður fylgja mér eftir og gera heimildar- mynd um það ferðalag en líka um líf mitt og þær breytingar sem ég hef gengið gegnum. Kajakleiðangurinn mun taka mig um þrjá mánuði og ég ætla að reyna að leggja af stað í byrj- un maí, eða um leið og veður leyfir.“ Veiga kveðst verða fyrsta íslenska konan, eftir því sem hún viti best, og fyrsta transmanneskjan í heiminum til að fara ein í svona stóran leiðang- ur á kajak. „Ég ætla að róa rangsælis, það hefur heldur enginn gert áður. Það er víst heldur erfiðara en að róa réttsælis, á nokkrum stöðum við landið þarf maður að tímasetja sig upp á strauma, ég á eftir að kynna mér það betur. Ég ákvað að kalla verkefnið Against The Current sem þýðist Á móti straumnum og heim- ildarmyndin mun heita það. Það er táknrænt því á margan hátt hef ég farið á móti straumnum alla ævi.“ Veiga bendir á að hún sé með Instagram sem heitir Against the current, þar sé hún byrjuð að setja inn myndir. Eins ætli hún að opna Facebook-síðu í kringum verkefnið og pæling sé að búa til heimasíðu líka. Hún ætlar að láta gott af sér leiða í ferðinni. „Ég er búin að halda þrjá fyr- irlestra á Ísafirði um sjálfa mig og þá baráttu sem ég háði. Þeir hafa lukkast vel. Ég var bara manneskja sem leið ofboðslega illa, sá ekkert bjart fram undan og það getur hver sem er lent í því. Að ég er trans skiptir engu máli í því sambandi. Við erum mann- eskjur númer eitt, tvö og þrjú, sama hvers kyns við erum. Nú er ég komin í samstarf við Píeta-samtökin og ætla að safna áheitum fyrir þau í ferðinni. Þau berjast gegn sjálfsvígum. Það er málstaður sem snertir mig mikið því ég var nálægt því á tímabili að taka líf mitt. Ég stefni að því að halda átta eða níu fyrirlestra víðsvegar um landið. Píeta-fólk verður með mér á fund- unum og ég vonast til að safna sem mestu fyrir samtök þess.“ Svona verkefni er bæði tíma- frekt og dýrt og mun Veiga nota næstu mánuði í undirbúning fyrir næsta sumar. „Ég þarf að koma mér í gott form, skipuleggja ferða- lagið og eins að safna styrkjum. Er nú þegar komin með nokkra góða styrktar aðila, þar á meðal Cintam- ani, Garminbúðina, Íslensku Alp- ana og Vélasöluna, líka tvo erlenda aðila sem eru Rockpool, þar fékk ég nýjan kajak, og svo mun ég fá árar frá fyrirtæki sem heitir Lendal. Það er ótrúlegt hvað fólk tekur vel í þetta hjá mér og ég er hrærð yfir þeim stuðningi sem ég hef fengið.“ Erfiðast að missa konuna Meðan Veiga hét Veigar átti hún konu og saman eiga þær sjö ára dóttur. Hún minnist þess hversu afbrýðisöm hún hafi verið þegar Oflék stundum strákahlutverkið Ísfirðingurinn Veiga Grétarsdóttir hefur breyst úr gæja í gellu eftir kynleiðréttingaraðgerð og er sátt við lífið og tilveruna í dag. En hún þekkir svartnætti og angist og hyggst róa kajak umhverfis landið næsta sumar og halda erindi í þágu Píeta-samtakanna. Veiga segir húmorinn oft koma sér vel í samskiptum. „Ef karlmaður segir „blessaður“ við mig segi ég bara: „Sæl og blessuð!“ á móti og þá er hláturinn skammt undan.“ FréttAblAðið/Ernir Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is ÉG eiGnaðist einhVern tíma kVenmannsföt en feluleikurinn Var sVo mikill að ÉG skrúf- aði hátalarann minn í sundur oG húsGöGnin líka til að Geyma þau þar inni. Píeta-samtökin Samtökin sinna forvarnarstarfi og aðstoða við sjálfsvígs- og sjálfsskaðavanda. 2 7 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r28 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 2 7 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 1 2 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 3 3 -E 9 3 C 2 1 3 3 -E 8 0 0 2 1 3 3 -E 6 C 4 2 1 3 3 -E 5 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 1 2 s _ 2 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.