Fréttablaðið - 27.10.2018, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 27.10.2018, Blaðsíða 98
V igdís Hrefna Páls-dóttir er meðal leik-ara í sýningunni Sam-þykki eftir breska leikritaskáldið Ninu Raine í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Leikritið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu síðast- liðið föstudagskvöld. Vigdís Hrefna fer með hlutverk leikkonunnar Zöru. Aðrir leikarar eru Stefán Hallur Stef- ánsson, Birgitta Birgisdóttir, Snorri Engilbertsson, Hallgrímur Ólafsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir og Arndís Hrönn Egilsdóttir. Varð uppnumin Vigdís Hrefna segir verkið verið svarta kómedíu. „Það fjallar um hóp af fólki, aðallega lögfræðinga. Fólk sem starfar við rökflutning og leggur upp úr því að vera málefnalegt og hafa stjórn á tilfinningum sínum, en þegar öllu er á botninn hvolft er það sjálft jafnhamslaust í viðbrögðum sínum og skjólstæðingarnir sem það er að verja. Þetta er að mínu mati leikrit um siðferði. Siðferði í vináttu, siðferði í hjónabandi og siðferði í starfi. Verk- ið fjallar mikið um hjónabandið, trúnað og traust sem og skilning sem þarf að vera til staðar í hjónaband- inu. Einnig fyrirgefninguna, hvað hægt er að fyrirgefa og hvað ekki. Þegar ég las leikritið varð ég upp- numin. Það er ekki oft sem maður les verk og hugsar, ég þekki þetta fólk. Ég held að áhorfendur eigi eftir að eiga mjög auðvelt með að spegla sig í persónum verksins.“ Næmur leikstjóri Vigdís Hrefna segir æfingaferlið hafa verið einstaklega skemmtilegt og ber mikið lof á leikstjóra sýningar- innar, Kristínu Jóhannesdóttur. „Við Kristín erum að vinna saman í fjórða skiptið. Hún er einstakt ljúfmenni og það hefur verið reglulega gaman að fylgjast með henni leikstýra. Hún er afar næmur leikstjóri sem veitir manni mikið frelsi en veit um leið hvað hún vill ekki. Hún skapar með framkomu sinni traust og virðingu í vinnu. Leikhópurinn er líka ein- staklega góður og samrýmdur. Sum okkar hafa unnið saman í mörg ár, en svo eru nýjar konur í húsinu, Kristín Þóra og Arndís Hrönn, sem eru yndisleg viðbót.“ Engin málamiðlun Samþykki er ekki eina verkið sem Vigdís Hrefna leikur í um þessar Leikrit um siðferði Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikur í Sam- þykki. Varð uppnumin þegar hún las leikritið. Næst er leikrit eftir Jón Gnarr. Leikhúsið er nánast eins og fjölskylda manns, segir Vigdís Hrefna. FréttabLaðið/Sigtryggur ari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is mundir í Þjóðleikhúsinu því hún fer með hlutverk Lovísu mömmu í Ronju ræningjadóttur sem gengur fyrir fullu húsi. „Það er stórkostlegt að leika fyrir fullum sal af börnum og ótrúlega gefandi,“ segir Vigdís Hrefna. „Það var farin ákveðin djörf leið í þessari sýningu, þar er sterkur fókus á alvöruna og dramatíkina í verkinu og að þarna séu persónur af holdi og blóði. Þarna er engin mála- miðlun á ferðinni sem ég tel vera af hinu góða. Börn elska dramatík og óhugnað og mér finnst við stundum svipta þau því að fá að vera hrædd. Ég á tvær stelpur, önnur er 13 ára og hin 5 ára, og þær höfðu báðar mjög gaman af sýningunni sem mér finnst góðs viti því þær eru með ólíkar þarfir.“ Næsta verkefni Vigdísar Hrefnu á fjölum Þjóðleikhússins verður í Súper eftir Jón Gnarr sem frumsýnt verður á næsta ári. „Þetta er mjög sérstakt leikrit, afskaplega fyndið og beitt. Undirtitillinn er: Þar sem kjöt snýst um fólk, en verkið fjallar um hóp fólks sem hittist í súper- markaði.“ Sterk vináttubönd Vigdís Hrefna segir aðspurð að sér þyki afskaplega gaman að leika. „Þetta er gefandi vinnustaður og hér ríkir mikil samheldni, leik- húsið er nánast eins og fjölskylda manns. Það gefur mikið og tekur mikið. Í æfingaferlinu þarf maður að vera opinn tilfinningalega því æfingaferlið er í raun rannsóknar- ferli um tilfinningalíf persónunnar og maður notar sínar eigin upplif- anir og tilfinningar til að nálgast til- finningar persónunnar. Eðli málsins samkvæmt verða sambönd því oft náin í leikhúsinu, vináttuböndin sterk. Það verður að ríkja traust til að hægt sé að taka djarfar ákvarð- anir á sviðinu.“ ÉG Held að áHorf- eNdur eiGi eftir að eiGa mJöG auðVelt með að SPeGla SiG í PerSóNum VerkSiNS. Piano ökklaskór 15.996 kr. / 19.995 kr. Piano ökklaskór 12.796 kr. / 15.995 kr. Piano ökklaskór 15.996 kr. / 19.995 kr. Piano ökklaskór 17.596 kr. / 21.995 kr. Piano ökklaskór 15.196 kr. / 18.995 kr. Piano ökklaskór 15.996 kr. / 19.995 kr. Piano ökklaskór 13.956 kr. / 16.995 kr. Piano ökklaskór 14.396 / 17.995 kr. Piano ökklaskór 15.996 kr. / 19.995 kr. 20% AFSLÁTTUR Piano ökklaskór 11.996 kr. / 14.995 kr. Piano ökklaskór 16.796 kr. / 20.995 kr. Piano ökklaskór 15.996 kr. / 19.995 kr. 25-28. OKT. 2 7 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r50 m e n n i n G ∙ F r É t t A b L A ð i ð 2 7 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 3 3 -B C C C 2 1 3 3 -B B 9 0 2 1 3 3 -B A 5 4 2 1 3 3 -B 9 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 2 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.