Fréttablaðið - 27.10.2018, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.10.2018, Blaðsíða 8
Grikk eða GOTT? 599 kr.stk. Grasker Halloween Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. VR óskar eftir orlofshúsum VR óskar eftir að leigja vönduð sumar hús eða orlofsíbúðir til framleigu fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði á landsbyggðinni fyrir næsta sumar. Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is fyrir 20. nóvember 2018. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja: VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS • Lýsing á eign og því sem henni fylgir • Ástand íbúðar og staðsetning • Stærð, fjöldi svefnplássa og byggingarár • Lýsing á möguleikum til útivistar og afþreyingar í næsta nágrenni Öllum tilboðum verður svarað. HEILBRIGÐISMÁL „Ég held að það sé skynsamlegt skref að kerfið sjálft passi upp á að stoppa í götin sín megin. Svo verðum við að sjá hverju það skilar,“ segir Hildur Sverrisdótt- ir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, sem hefur lagt fram þingsálykt- unartillögu um stofnun starfshóps sem geri tillögur um hvernig auka megi hlutfall bólusetninga barna. Gerir tillagan ráð fyrir að starfs- hópurinn hugi sérstaklega að úrbót- um á verklagi við framkvæmd og utanumhald bólusetninga á heilsu- gæslustöðvum, meðal annars hvað varðar upplýsingagjöf og eftirfylgni. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir segir það mjög gott að menn vilji leita leiða til að bæta þátttöku í bólusetningum sem mest. „Á móti kemur að það er þegar starfshópur í gangi sem er að vinna að þessu. Það yrði skrýtið ef skipaður yrði annar hópur um sama efni því þetta gæti orðið tvíverknaður. Þetta er samt jákvætt framtak.“ Hann segir að flutningsmenn til- lögunnar hafi ekki haft samband við sig til að athuga hvað væri að gerast í þessum málum. Í umræddum starfshópi sitja full- trúar frá sóttvarnalækni, heilsu- gæslunni, rafrænni sjúkraskrá og hugbúnaðarfyrirtækinu Origo. „Þessi hópur á að skoða alla þessa þætti, bæði skráningu bólusetninga í grunninn og kerfið svo við getum merkt þá sem eru óbólusettir og kallað þá fram. Þannig að það er í rauninni verið að vinna þetta eins og tillagan gengur út á.“ Hvort þessi vinna skili árangri komi í ljós í árlegri skýrslu sótt- varnalæknis. Hildur segist vita að þessi mál séu til skoðunar innan afmarkaðra embætta. „Ég taldi mikilvægt að þungi þingsins myndi standa að baki þeim lausnum sem verða fundnar innan kerfisins. Sérstak- lega í ljósi þess að það hafi orðið átök á pólitískum vettvangi um leiðir í þessu. Við þurfum að senda þau þverpólitísku skilaboð að það sé mikilvægt að auka hlutfall bólu- setninga barna.“ Bólusetningar barna hafa verið töluvert í umræðunni en sjálf lagði Hildur fram tillögu í borgarstjórn 2015 um að bólusetningar yrðu skil- yrði fyrir leikskóladvöl. „Sú tillaga fékk ekki hljómgrunn og heldur ekki þegar nafna mín Hildur Björns- dóttir lagði hana fram í sumar. Það spannst mikil umræða um bólu- setningarnar þegar ég lagði tillög- una fram á sínum tíma. Nokkrum vikum síðar lögðu þingmenn VG fram tillögu um að þessi mál yrðu skoðuð en hún dagaði uppi.“ Hildur segir að eftir að tillaga nöfnu hennar var felld í borgar- stjórn hafi hún hugsað að nú væri mikilvægt að reyna að gera það sem hægt væri innan kerfisins til að reyna að auka hlutfall bólusetninga. „Það kom fram í umræðunum að það væri hægt að gera ýmislegt innan kerfisins. Til dæmis að auka eftirlit heilsugæslunnar sem ætti þá að geta gripið þá sem eru ekki á móti bólusetningum en það ferst fyrir af einhverjum ástæðum.“ sighvatur@frettabladid.is Þverpólitísk skilaboð um bólusetningar 22 þingmenn vilja að starfshópur skoði leiðir til að auka hlutfall bólusetninga barna. Sóttvarnalæknir segir framtakið jákvætt en að vinna sé þegar í gangi. Ég taldi mikilvægt að þungi þingsins myndi standa að baki þeim lausnum sem verða fundnar innan kerfisins. Hildur Sverris dóttir, varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins DÓMSMÁL Karlmaður á fimmtugs- aldri var í Héraðsdómi Reykjaness í gær dæmdur í 45 daga skilorðs- bundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni í garð kvenkyns leigubíl- stjóra á Þjóðhátíð árið 2015. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa káfað á brjóstum og klofi kon- unnar utanklæða og fyrir að hafa spurt bílstjórann „hvernig hún væri í henni“, spurt hana hvernig hún væri í bólinu og kallað hana tussu. Maðurinn og konan voru ein til frásagnar um það sem gerðist í bílnum en konan hafði að vísu haldið niðri takkanum á talstöð bif- reiðarinnar svo aðrir leigubílstjórar heyrðu hluta af því sem fram fór. Maðurinn neitaði sök og sagðist hafa verið drukkinn en ekki svo mjög að hann myndi ekki eftir atvik- um. Þó gæti vel verið að hann hafi kallað hana tussu „enda ætti hann það til að vera ljótur í kjaftinum“. Auk refsingarinnar var maðurinn dæmdur til að greiða konunni alls 350 þúsund krónur í miskabætur. – jóe Dæmdur fyrir að káfa á leigubílstjóra Áreitti kvenkyns leigubílstjóra á Þjóðhátíð í Eyjum 2015. Fréttablaðið/Óskar 2 7 . o k t Ó B E R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R8 f R é t t I R ∙ f R é t t A B L A Ð I Ð 2 7 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 1 2 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 3 3 -F 8 0 C 2 1 3 3 -F 6 D 0 2 1 3 3 -F 5 9 4 2 1 3 3 -F 4 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 1 2 s _ 2 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.