Fréttablaðið - 27.10.2018, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 27.10.2018, Blaðsíða 25
trúi Sjálfstæðisflokksins og stofn- andi Kara Connect. Þorbjörg hætti í stjórnmálum fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar 2014, eftir stormasöm kjörtímabil, og ákvað að hella sér út í menntamál sem eiga hug hennar allan. Tapaði fyrir strákunum „Ég var aldrei almennilegur stjórn- málamaður. Ég var svona „fagidjót“ í stjórnmálum. Ég hafði langmestan áhuga á menntamálum og var svo spennt að bylta ákveðnum hlutum, en komst ekkert áfram með það póli tískt. Þegar maður tekur afdrátt- arlausar línur hugmyndafræðilega, sem ég geri, er mjög líklegt að þú verðir ekki kosinn áfram. Það er gerð krafa í pólitík um að maður tali vel um allt og hugi að öllum málum. Svo má ekki styggja neinn. Ég upp- lifði að minnsta kosti Sjálfstæðis- flokkinn þannig, þótt ég hafi sterka taug þangað og mér hafi þótt gaman að starfa innan hans. En ég var líka með átta borgarstjóra á þremur kjörtímabilum. Þetta var eiginlega rosalegur tími, þegar maður lítur til baka,“ útskýrir hún. Þorbjörg sóttist eftir fyrsta sæt- inu í prófkjöri fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar 2014, en hafði þá setið í átta ár sem borgarfulltrúi og fjögur ár sem varaborgarfulltrúi og vakið athygli fyrir störf sín í stjórnmálum. „Það endaði þannig að ég tapaði fyrir strákunum. Ég varð í fjórða sæti á eftir Halldóri [Halldórssyni], Júlíusi [Vífli] og Kjartani [Magnús- syni]. Þá sagði ég mig frá sætinu. Ég vissi að ég gæti ekki haldið áfram nema að vera ég sjálf og ég sá ekki að áherslur myndu breytast. Ég fann líka alveg að ég var sett til hliðar í flokknum. Ég hafði alls kyns frjáls- lyndari hugmyndir en flokkslínan var þá. Það var ekkert sérstaklega mikil eftirspurn eftir því í flokkn- um að hafa stórar hugmyndir um að bylta kerfinu,“ segir Þorbjörg og hlær – og tekur fram að ákvörð- unin um að hætta hafi verið gæfu- spor. „Ég er að gera svo ógeðslega skemmtilega hluti í dag.“ Ertu enn þá Sjálfstæðismaður? „Ég er í eðli mínu pólitísk, en ég er ekki lengur í pólitík. Nú er ég í þeirri pólitík að bæta aðgengi að hjálp, sem er í rauninni það sama og ég var að gera í borginni. Þegar ég var þar elti ég uppi þá peninga sem börn fengu í sérkennslu og var að reyna að sjá hvernig þeim væri ráðstafað. Það var ekkert skráð. Við settum alltaf meiri og meiri fjár- muni í málaflokkinn, því þvert á flokka vilja allir hjálpa krökkum í vanda, en börnunum fækkaði ekki sem þurftu hjálp, heldur fjölgaði,“ segir hún. „Ég var dugleg að heimsækja skólana og athugaði alltaf sérstak- lega með börn sem þurftu stuðn- ing. Ég sá að það voru allir að gera sitt besta, styðja þau og fara með í göngutúr og gera ýmislegt gott. En maður sá líka að fjármunirnir fóru ekki í rétta kanala. Við úthlutuðum þessum börnum fjármunum fyrir talþjálfun, sálfræðiþjónustu eða iðjuþjálfun, en síðan var lítið sem ekkert aðgengi að faglærðum til að taka á vandamálinu með reglu- bundnum hætti.“ Ekki hægt að lýsa eftir einni tá Undanfari Köru Connect, hugar- fósturs Þorbjargar, sem er hugbún- aður á netinu fyrir sérfræðinga og veitir þeim örugga rafræna skrif- stofu með fjarþjónustutenginum, heitir Trappa. Hugmyndin varð til í heimsókn Þorbjargar hjá vinum í San Francisco. „Eftir pólitíkina fór ég í heimsókn til þessara vina minna og þau sýndu mér hraðal, sem þýddi að ég gat skoðað alls konar sprota- fyrirtæki innan menntageirans. Þar sá ég fyrst svona fjarþjálfunarverk- efni og fór að skoða það og prófa. Ég kom svo heim, fékk frábæran tal- meinafræðing í lið með mér, Tinnu Sigurðardóttur, og við stofnuðum Tröppu, sem var fyrsta „trappan“ í Köru Connect.“ Trappa er nú í fullum rekstri þar sem fimm talmeinafræðingar vinna og aðstoða langt yfir 100 börn á 40 stöðum á landinu í hverri viku. Tal- meinafræðingarnir sinna líka full- orðnum sem hafa til dæmis fengið heilablóðfall. „Sveitarfélögin eru alsæl með þessa þjónustu, sem er öll í gegnum netið. Þetta fækkar ferðalögum barna, foreldra og sér- kennara. Skólar geta ekki auglýst eftir einni tá af talmeinafræðingi á haustin því þeir geta ekki haldið uppi heilli stöðu allan ársins hring. Þetta verður að vera heil mann- eskja.“ Trappa lifir góðu lífi, en Þor- björg sá að það var vöntun á fleiri tegundum sérfræðinga en talmeina- fræðingum. „Ég hef gagnrýnt það mikið í umræðu um geðheilbrigð- ismál að það er ekki hægt að segja bara: Fáum sálfræðing í hvern skóla, á hverja heilsugæslustöð. Þetta mun ekki ganga upp. Bæði nýtast þessir sérfræðingar illa og þeir vilja ekki vera einangraðir heldur í sínum fag- hópum. Hvernig ætlum við að leysa það?“ spyr hún og segir lausnina felast í fáum öflugum miðstöðvum sem þjónusti alla, með tækninni. „Ekki bara í einhverju hagræð- ingarskyni heldur skilar þetta miklu betri árangri en einstaka óreglulegar heimsóknir. Ný kynslóð fílar þetta líka. Krakkarnir sem eru í brottfalls- hættu eru kvíðnir. Þeir hafa engan áhuga á að ganga einhvern gang inni í skólanum, inn til sálfræðingsins þar sem allir sjá hvert þeir eru að fara. Þeim líður ekki vel með það að allir sjái hvað þeir eru að gera. Það er enn þá feimni hjá mörgum við að fá hjálp við geðheilbrigðisvanda.“ Eins og Facebook en öruggt Þorbjörg ákvað að hella sér út í nýsköpun og byggja grunn til þess að fleiri sérfræðingar gætu veitt sína þjónustu. Þannig varð Kara Connect til. Almennur hugbúnaður fyrir alls konar sérfræðinga. Þar eru sérkenn- arar, einkaþjálfarar, sálfræðingar, næringarfræðingar, móðurmáls- kennarar, talmeinafræðingar, mark- þjálfar og þar fram eftir götunum. Hugbúnaðurinn er öruggur, tekið er tillit til allra persónuverndar- sjónarmiða í öruggri netgátt. „Þetta er í sjálfu sér einfalt. Kara er bara í vafra, eins og Facebook, með aðgangsstýringu fyrir sérfræðing og skjólstæðinga þeirra. Þannig að hvaða sérfræðingur sem er getur opnað á til dæmis einn dag í viku af þjónustu og hitt skjólstæðinga sem búa á Dalvík eða í Neskaupstað en setið sjálfur í Reykjavík. Og öfugt. Við erum bæði að reyna að hjálpa sérfræðingnum að færa skrifstofuna sína yfir í rafrænt umhverfi en líka bjóða upp á þessa öruggu gátt þann- ig að það er hægt að eiga samtal á netinu. Þetta er í raun einfaldara en Skype og auðvitað miklu öruggara.“ Er þetta ekki bara rakið? Eru sveit- arfélög og stofnanir ekki í biðröð að komast að hjá þér? Þorbjörg hlær. „Ég get ekki sagt það. Ég hef auðvitað klukkað allt þetta fólk og allir segja, já, þetta er framtíðin. En það sem maður rekur sig á er að ríkið ætlar að gera allt sjálft. Ríkið á að hugsa: Það eru þúsund lausnir til, prófum nokkrar, notum það sem virkar og hendum hinu út. Það er ódýrara og skilvirk- ara. Þá getum við hjálpað þessum krökkum, bara á morgun.“ Hvað kemur í veg fyrir að þetta sé tekið í gagnið af hinu opinbera? Þetta er ódýrt, einfalt, byggðasjónarmið hljóta að spila inn í? „Ef ég gæti svarað því, þá væri ég góð,“ segir Þorbjörg hlæjandi. „Það sem ég hef komist að, er að ef þú ferð réttu leiðina, þá ertu stoppaður. Það hefur gerst ítrekað. Ég og sérfræð- ingar höfum fengið svör um að Kara passi ekki inn í einhverjar reglu- gerðir í lagabálkum, en það er vegna þess að reglugerðirnar eru úreltar. Það vantar kannski sérkennara í stærðfræði fyrir strák á Dalvík eða næringarfræðing fyrir stelpu á Flat- eyri, sem Kara gæti auðveldlega séð þeim fyrir, en vegna þess að ríkið og sveitarfélögin og stofnanirnar eru tregar, eða mega hreinlega ekki taka inn nýja tækni vegna úreltra laga, KraKKarnir sem eru í brottfallshættu eru Kvíðnir. Þeir hafa engan áhuga á að ganga einhvern gang inni í sKólanum, inn til sálfræðingsins Þar sem allir sjá hvert Þeir eru að fara. LAUSAR LÓÐIR Í FJÖLSKYLDUVÆNU UMHVERFI SKARÐSHLÍÐ Í HAFNARFIRÐI Einbýli | Tvíbýli | Parhús | Raðhús | Fjölbýlishús Hafnarfjarðarbær auglýsir lóðir í fjölskylduvænu íbúðahverfi í Skarðshlíð. Í skipulagi og hönnun er rík áhersla lögð á heildræna sýn, vistvænt skipulag, grænt yfirbragð og fjölbreytt útisvæði. Svæðið liggur sunnan og vestan Ásfjalls. Úthlutunarlóðir Einbýlishúsa-, parhúsa-, raðhúsa-, tvíbýlishúsa- og fjölskylduhúsalóðir eru lausar til úthlutunar til einstaklinga og lögaðila. Einstaklingar ganga fyrir við úthlutun einbýlis- og parhúsalóða. Tveir eða fleiri einstaklingar þurfa að sækja sameiginlega um þær lóðir sem telja fleiri en eina íbúð. Hjón og sambúðarfólk teljast sem einn einstaklingur. Sótt er um rafrænt á MÍNAR SÍÐUR Tilboðslóð Óskað er eftir tilboðum lögaðila í fjölbýlishúsalóð fyrir 32 íbúðir að Hraunskarði 2. Búið er að marka lágmarks- verð í lóðina og teljast tilboð undir lágmarksverði ógild. Tilboðum ásamt viðeigandi fylgigögnum skal skilað til Þjónustuvers, Strandgötu 6 fyrir kl. 10 þann 19. nóvember n.k. Tilboð verða opnuð kl. 10 sama dag á sama stað. Sjá skipulagsuppdrátt, skilmála, gjaldskrá, yfirlit yfir lausar lóðir og fleira á hafnar­ordur.is Vekjum athygli á að samkv. samkomulagi við Landsnet verður færslu háspennulína lokið fyrir mitt ár 2019. Helstu upplýsingar Ítarefni á hafnar­ordur.is Leitarorð: Lausar lóðir Tilboðslóð - frestur Til kl. 10 þann 19. nóv. n.k. Fylgigögn Upptalning á hafnar­ordur.is Fyrirspurnir hafnarfjordur@hafnarfjordur.is 585 5500 SANNKÖLLUÐ NÁTTÚRUPERLA Á FRÁBÆRUM STAÐ! h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 25l A U g A R D A g U R 2 7 . o k T ó B e R 2 0 1 8 2 7 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 1 2 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 3 4 -0 1 E C 2 1 3 4 -0 0 B 0 2 1 3 3 -F F 7 4 2 1 3 3 -F E 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 1 2 s _ 2 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.