Fréttablaðið - 27.10.2018, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 27.10.2018, Blaðsíða 84
V ið skulum byrja á for-sögunni, af hverju að þýða Dante?E i n a r : „ No n n i hringdi í mig óforvar-andis þegar ég hafði lokið við þýðingu á Vetrarævintýri eftir Heinrich Heine sem kom síðan út árið 2011. Hann var með svaka- lega hugmynd sem hann nefndi svo seint og um síðir.“ Jón: „Ég var dálítið eins og í áfalli þegar ég var búinn að lesa Heine- þýðinguna. Ég var svo gagntekinn af því hvað hún var lipur, andrík og ótrúlega skemmtileg. Ég hugs- aði með mér: Svona þýðingarstarf verður að halda áfram. Það var ekki bara út af skemmtuninni heldur fannst mér íslensk tunga og íslenskt brageyra þurfa eitthvað verulega gott til að hressa upp á sig. Þannig að ég hugsaði: Hvaða krassandi efni get ég látið Einar fá sem hristir verulega upp í brageyra íslensku þjóðarinnar? Þá fékk ég hugljómun, svo sterka að ég get ennþá kallað hana fram, að það ætti að vera Dante. Það hentaði líka af því Einar kann ítölsku.“ Einar: „Það er skemmtilegt í þessu sambandi að hafa í huga að Heine endar Vetrarævintýri á áskorun til kóngsins um að vera ekki að ritskoða skáldin og spyr hann í lokaerindinu: Kannastu við helvíti Dantes, passaðu þig svo þú verðir ekki sendur niður. Mig grunar að þessi orð hafi sest að í undirmeð- vitund Nonna.“ Jón: „Það hlýtur eiginlega að vera því hugljómunin var raunveruleg.“ Frumleiki Dantes Hvað var erfiðast í sambandi við þýðinguna? Einar: „Þessi þýðing er í réttum bragarhætti, þeim sama og Gunnars- hólmi, rímið sækir yfir í næsta erindi. Rímið var það erfiðasta. Ég skrifaði niður öll rímorð sem ég kunni og svo var að negla þau inn og stundum að búa þau til. Ég tók mér ákveðið frelsi varðandi rímorðin. Ég nota til dæmis jöfnum höndum ljáði og léði. Þannig að ég negli inn orðum sem passa ekki alveg varðandi ströngustu reglur í stafsetningu eða málfræði Björns Guðfinnssonar. Í göml- um þjóðsögum er þó talað um hellira og læknira, þannig að ég hafði nokkuð frjálsar hendur þrátt fyrir allt.“ Jón: „Ég var svo hissa á því hvað hann gat sótt í þjóðvísur, gömlu Edduna og Íslendingasög- urnar. Ég skil ekki hvaðan maður- inn hefur þetta minni. Ég hef ekki svona minni. Samt hef ég kvalist út af minni mínu. Maður tekur út smá þjáningar með því að hafa frekar gott minni, það er ekkert auðvelt. En þetta er ofurminni!“ Hvað er svo skemmtilegt og áhuga- vert við helvíti Dantes? Einar: „Það er hugmyndaflugið og svo líka hvað Dante er í rauninni. nútímalegur.“ Jón: „Ég vil nefna nokkuð sem ég undrast í sambandi við listbrögð Dantes. Ö n n u r vi ð a m i k i l skáld sem ég hef borið saman við hann, til dæmis Walt Whitman og William Blake, eru oft með langar upp- talningar og maður nennir ekki að lesa þær af því að þeim er bara hrúgað upp. Þetta sér maður aldrei hjá Dante. Það er allt- af spennandi að lesa upptalningar hans og ætíð er listfengi í þeim. Annað sem hann stillir afskaplega vel af eru viðræður hans við leiðsögumann sinn Virgil. Dante er með alls konar útskýringar og efasemdir og þeir skiptast á skoðunum. Svo koma á hárréttum stöðum landslagslýs- ingar, himinhvolfslýs- ingar, stjörnumerkja- lýsingar og fleira til að skapa tilbreytingu. Frumleikinn er alltaf til staðar hjá Dante, þar er ekkert vél- rænt.“ Mórölsk veruleikatenging Verkið er um helvíti. Þótt ég þykist vita svarið verð ég að spyrja hvort þið trúið á helvíti. Einar: „Nei, en í bókinni eru teikn- ingar þar sem Ragnar Kjartansson sýnir sínar hugmynd um helvíti, eins og til dæmis deGaulle-flugvöllinn.“ Jón: „Nei, ég get ekki trúað á hel- víti. Það er svo skrýtið með víti Dantes að þar fá skáldlegar myndir líkamningu. Maður veltir fyrir sér refsingunni sem er veitt fyrir hverja synd og Dante finnur alltaf þá réttu. Hann gefur skáldskapnum nánast óheft hugmyndaflug án þess að missa veruleikatengingu. Það er þessi móralska veruleikatenging sem gerir helvíti hans svo raunveru- legt.“ Þið trúið ekki á helvíti, eins og skiljan legt er, en hvað með trú á æðri mátt? Jón: „Ég geri það nú.“ Einar: „Maður getur ekki neitað, maður veit aldrei.“ Jón: „Ég hallast að jáinu, annars hefði ég ekki fengið þessa hug- ljómun.“ Eruð þið samrýndir? Jón: „Já.“ Einar: „Nonni er eins og hundur sem rekur á eftir mér en dinglar þó rófunni.“ Ágætis hálmstrá Það er ekkert sjálfgefið að fá þýðingu eins og þessa gefna út. Var það mikil píslarganga? Einar: „Nei, þetta var það ekki vegna þess að ég átti aldrei von á því að nokkur maður vildi gefa þetta út. Svo barst þessi þýðing í tal og Sig- urður Gísli Pálmason sagði við mig að láta sig vita ef hann gæti verið mér innan handar og mér þótti það ágætis hálmstrá. Hann er fjárhags- legur bakhjarl.“ Jón: „Svo var hóað í Bjössa, Björn Jónasson, sem á sínum tíma gaf út Nafn rósarinnar og hann er útgef- andinn. Þessar tvær bækur kallast ágætlega á. Það er ágætt að lesa Umberto Eco með Dante.“ Þetta er einn þriðji af Hinum guð- dómlega gleðileik, hvað með fram- haldið? Einar: „Ég er kominn nokkuð á veg með þýðingu á Skírnarfjall- inu‚ þýddi tvö erindi í gær. Ég er í stöðugri leit að rímorðum, það getur tekið tvo til þrjá daga að finna þau.“ Eruð þið báðir miklir bókamenn? Einar: „Nonni veit allt um bók- menntir. Hann byrjaði að lesa Thomas Mann á þýsku með orða- bók 22 ára gamall og kunni þá ekk- ert í þýsku. Síðan hefur hann lesið allan litteratúrinn og man það sem hann les. Ég veit ekkert um litteratúr en er sennilega góð hermikráka. Ef maður veit hvað skáld er að segja þá getur maður hermt eftir því. Það er mitt hlutverk.“ Uppljómun um helvíti Einar Thoroddsen læknir var nær áratug í ígripum að vinna að þýðingu sinni á Víti eftir Dante Alighieri. Það var bróðir hans Jón sem kallaði hann til verksins. Nú er vegleg og falleg bók komin út með teikningum Ragnars Kjart- anssonar sem dregur þar upp sínar eigin myndir af helvíti. Jón er ritstjóri verksins og skrifar jafnframt inngang. Bókina prýða teikningar þar sem Ragnar Kjartansson sýnir sínar hug- myndir um helvíti. Jón og Einar, en það var fyrir hvatningu hins fyrrnefnda sem þýðingin á Víti Dantes varð að raunveruleika. FRéttaBlaðið/SigtRygguR aRi Þá fékk ég huglJómun, svo sTErka að ég gET EnnÞá kallað hana fram, að Það æTTi að vEra DanTE. Jón nonni Er Eins og hunDur sEm rEkur á EfTir mér En Dinglar Þó rófunni. Einar Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is 2 7 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r36 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 2 7 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 1 2 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 3 3 -D A 6 C 2 1 3 3 -D 9 3 0 2 1 3 3 -D 7 F 4 2 1 3 3 -D 6 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 1 2 s _ 2 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.