Breiðfirðingur - 01.04.1942, Page 11
BREIÐFIRÐINGUR
TÍMARIT BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS
1. hefti 1942
Avarp
Þegar Breiðfirðingafélagið ákvað að gefa iil rit, hóf-
nst umræður um það, lwersu lmga skgldi ritinu i aðal-
atriðum. Virtist mönnuin einkum um tvær leiðir að
ræða. Önnur var sú, að hefja útgáfu á sögu breiðfirzkra
héraða, og grði þá einn fræðimaður fenginn til að semja
sögu ákveðins tímabits, og yrði þá ekki nema ein slík
ritgerð í hverju hefti. Þessa leið hafa sum héraðsfélög
farið, t. d. Skagfirðingar og Borgfirðingar. Þessi leið
var eklá valin hér. Að Breiðfirðingafélaginu standa þrjií
hérnð, nefnilega Barðastrandarsýsla, Dalasýsla og Snæ-
fellsnessýsla. Mundi það verða allyfirgripsmikið starf,
að semja og gefa úl sögu allra þessara héraða og of-
viða einu slíku félagi.
Hin leiðin var að gefa út tímarit með sem f jölbreytt-
ustu efni, og rituðu þá margir höfnndar í það. Auð-
vitað skyldi sem mest af efninu tengt breiðfirzkum mál-
efnum eða samið af breiðfirzkum höfundum og þar
með sem réttust mynd af breiðfirzkri menningu og
hugsunarhætti. En ritnefndin varð strax ásátt um það
að leggja bæri áherzlu á það, að fá til birtingar merk-
ar ritgerðir um sögu Breiðaf jarðar eða bókmenntir, en
þar næst á ýmsan breiðfirzkan fróðleik, sagnir, skáld-
skap, smásögur o. s. frv.
Á útkomu þessa fyrsta heftis „Breiðfirðings“ ber að
líta sem tilraun um það, hvort Breiðfirðingar almennt
óska þess, að lxafin verði slík útgáfa. Framtíð ritsins
fer eftir viðtökum, sem þetta fyrsta hefti fær.
Að svo mæltu senda útgefendurnir „Breiðfirðing“ út,
með kæra kveðju til attra Breiðfirðinga,