Breiðfirðingur - 01.04.1942, Blaðsíða 16
€
BREIÐFIRÐINGUR
sýndust alit annað en þeir voru óskreyttir. Slíkur likinga-
skáldskapur hét nýgervingar. „En ef sverð er orinr kall-
aðr, en síðan fiskr eða vöndr eða annan veg In-eylt, þat
kalla menn nykrat, ok þykir þat spilla,“ segir Snorri
Sturluson. Brimlýsing Einars á skáldskapnum telst til
hinna snjöllustu nýgervinga.
Skáldlistin var ekki aðeins í þjónustu konunga, heldur
og mennskra tilfinninga og lífsreynslu á stundum. Til
marks um það má telja ástavísur tvær.
Hríðarkæti. — Harmur bliknaðs skógar.
Björn Breiðvíkingakappi átti vingott um of við Guð-
ríði, konu Fróðárbóndans, og var sonur hjóna raunar
kenndur Birni. Þá fékk bóndi Þorgrímu galdrakinn til
að gera drápsveður að Birni á heimleið suður Fróðárheiði
úr heimsókn við Þuríði. Björn komst freðinn i lielli nokk-
urn, hélzt þar þrjú dægur við, barg lífi sínu og kvað vísur
sér til hita. Þessi var ein:
Sýlda skar ek svanafold
súðum, því at gæibrúðr
ástum leiddi oss fast,
austan með lilaðit flaust;
víða gat ek vásbúð;
víglundr nú um stund
helli hyggir hugfullr
hingat fyr konubing.
Órímuð orðaröð: Ek skar sýlda svanafold súðum aust-
an með hlaðit flaust, því at gæibrúðr leiddi oss fast ástuin; ek
gat víða vásbúð; viglundr byggir hugfullr helli hingat nú um
stund fyr[ir] konubing.
Efni: Ég lét súðir hlaðins skips á austanleið skera svana-
land (sjó), sem fraus, því að ástleitin kona unni mér heitt.
Víða hlaut ég vos. Hér ligg ég nú hugfullur í lielli i staðinn
fýrir sæng konu.