Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1942, Side 18

Breiðfirðingur - 01.04.1942, Side 18
8 BREIÐFIRÐINGl'R skógar; 2 blás, sjávar (eða e.t.v. himins); 3 slrengs stoð, kona, Þuríður; 4 tegumk, sýni mig albúinn til; 5 armlinns þella, kona. Þuríður; 6 oft horfinnar, margtýndrar (en nú týnist gleðin ekki aðeins, hún deyr við hinzta skilnað elskenda). Efni: Yið mundum vilja, að þessi dagur væri lengst að líða frá gulnuðum skógi í bláan útsæ (ég fæ stundum liarm (háska) af konunni), því að í kvöld býst ég, kona, til að drekka erfi oft horfinnar gleði minnar. Dróttkvæður háttur getur engin geðhrigði sýnt fyrir stirfni sinni og þumbaraskap, segja fákænir menn. En berum saman þessar vísur. I Iiælti hinnar fyrri hamrar undanlátslaus karlmennska á liendingum fyrsta og síð- asta atkvæðis í vísuorði, og það er nokkur liljómur í þess- um stillta undirleik skáldsins við söng fárviðrisins í hell- inum. í hætti hinriár síðari er sem margir strengir titri í fegurðarnautn og í höfugum trega. „Svanafold“ er ein hin svásasta liafskenning, en því hörkulegra er auðvitað að kalla þá fold sýlda (sýlaða) og „skera“ hana þunghlöðnu skipi. Yið mundum trauðla trúa fornskáldi til þess fegurðarnæmis, sem felst bak við andstæður vísuupphafsins, ef ekki væri Iiin vísan, sem dásamar för hins fagra, en skammvinna liaustdags frá uppkomu sólar vfir skóginum til dagseturs í bláu Græn- landsliafi. I báðum vísunum bregður skáldið upp náttúru- myndunum fyrst og fellir síðan inn í þær umgerðir ásta- mál sín. Hann vildi fagrar umgerðir. Ivjarni fyrri vísunnar er þessi: Ég stóðst og stenzt mann- raunir hugfullur, því að kona ann mér, — en lcjarni hinn- ar: Treinum. þenna hinzta dag sem lengst, gerum hann meiri nautn en kvöl, því að hress skal ég sjálfur drekka dánarminning gleðinnar minnar. Karlmennskan er grunn- tónn beggja visna. Einkennileg tilviljun, að þetta er skáldið, sem þjóðsaga gerði fyrstan, er liann týndist í hafi, að höfðingja í nýja heiminum, Hvítramannalandi draumvona sinna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.