Breiðfirðingur - 01.04.1942, Síða 19
UniiIÐFIRÐINGUR
9
Viðureign bjarndýrs og Ránar.
Iiofgarða-Refur var snæfellskrar liofgoðaættar og fóst-
ursonur Gissurar gullbráarskálds. Kvæði Refs voru mörg,
en glötuð ásamt æviatriðum hans. Til eru aðeins nokkr-
ar vísur. Ein þeirra bendir helzt til, að hann hafi verið
kyrrsætinn, unað sínu og vanrækt að leita þeirra æfintýra
og orðstírs lijá konungum, sem mörg skáldin liöfðu allan
hugann við. Þar segir Refur: „Sæll er liinn, er unir sinu,
— tíð er mér vitnis váða víngþrð (skálpurinn).“ Sagn-
fræði kvæðanna hefir þá, ef til vill, þótt rýr, svo að þau
gleymdust, en hvorki skortir Ref hljóm í máli né mynd-
skrúð. Hér skulu tekin brot úr ferðavísum hans eða bjarn-
arvísum:
1. Vágþrýsta berr vestan
(vænti ek lands fyr brandi,
hvalmæni skefr) húna
hógdýr og lög bógu.
Færir björn, þar er bára
brestr, undinna festa
opt i ægiskjafta
úrsvöl Gymis völva.
3. En sængípu Sleipnir
slítr úrdrifinn hvítrar
Riánar, rauðum steini
runnit, brjóst úr munni.
4. Hrynja fjöll á fyllar; —
fram æsisk nú Glamma
skeið vetrliði skíða,
skautbjörn Gusisnauta.
Órímuð orðaröð: Huna-hógdýrl berr vágþrýsta bógu
vestan of lög (ek vænti lands fyr[ir] brandi2; livalmæli3 skefr).
— Ursvöl völva4 Gymis færir opt björn undinna festa í ægis-
kjafta.5 þar er bára brestr.6 — En sægnípu-Sleipnir slítr úr-
drifinn brjóst úr munni hvitrar Ránar, rauðum steini runniðs. —
Fjöll fylIai'U hrynja á; — nú æsisk vetrliðiio skíða, skautbjörnii
Gusisnauta, framm Glanmia skeið.1^
Nokkur torskilin orð: 1 hógdýr (bjarndýr) mjúkt í
hreyfingum; 2 brandur, „bugspjót“, l'yr[ir] brandi, fram und-
an skipi (sem áhorfandinn, skáldið er á); 3 hvalmænir, mænir
sjávarins, „hafþök“; 4 völva Gymis, forynjan kona sjávarguðs-
ins Gymis = Ægis, Rán; 5 ægiskjaftar, ógnarkjaftar (sbr. orð
eins og ægishjálmr, ægisheimr); 6 brestur, skellur; 7 sægnípu-
Sleipnir, hestur fjallhárra borgarjaka (eða aldna), björn sá, sem
kvæðið lýsir; 8 rauður steinn, rauður litarvökvi; 9 fyllur, kk.