Breiðfirðingur - 01.04.1942, Qupperneq 21
BREIÐFIRÐINGUR
11
en sjórinn allur ein lifandi ófreskja, getum við án þess
að glata sál kvæðisins rýnt í kenningar þess á nýjan leik og
séð, hverjar þeirra eiga við skip og stjórnanda þess, þótt
hjarnarlíkingin sé í þeim öllum.
Björninn er kenndur við skipshluta og eigindir skips,
alstaðar í kvæðinu. Þó að húna hógdýr eigi vel við liið
mjúksvnda foreldri bjarnarhúna, getur það eins táknað
skip, því að lninar voru á siglum. Ef sægnípa þýðir öldu
fremur en borgarjaka, er sægnípu-Sleipnir skip fremur en
hjarndýr. Sá björn, sem Rán færir í kjafta sína, er kennd-
ur björn undinna festa og táknar skip, því að festar eru
skipsstrengir. Skipsbrjóstið er rauðlitað, steini runnið.
Vetrliði skíða geturverið skipskenning, heldur óljós, skaut-
björn einnig, þar sem skaut eru á seglum, en til þess að
tska af tvímælin um þessa tvöföldu kenning skips til bjarn-
ar, heitir hann skautbjörn Gusisnauta, og er hér það, sem
Snorri nefndi ofljóst kveðið. Örin Flaug var ein af Gusis-
nautum, á skipi eru flaugar, skautbjörn verður ekki leng-
ur tvírætt orð, þegar kennt er við flaugar.
Króka-Refur hinn breiðfirzki var þjóðsmiður og liinn
mesti ólíkindakarl og kemst þó hvorki í hagleik né sjón-
hverfingum til hálfs við nafna sinn frá Hofgörðum.
Óðastraumur orustunnar.
Ölafur hvítaskáld orti um Hákon Hákonarson konung
og orustur Iians. „Óðins veðri“ lýsir liann svo:
Snörp bitu járn sem ísmöl yrpi
óðastramnr; — með lieitu blóði
herstefnir rauð hamri ofna
Iiildar serki framar merkjum;
grimmum stóð á Göndlar liimni
grár regnbogi Hnikars þegna;
harða lustu fylking fyrða
fáreldingar meginsára.