Breiðfirðingur - 01.04.1942, Síða 28
18
BIiEIÐFIRÐINGUR
á eftir lionum þrír merkismenn þessa ættleggs, þeir Þor-
leifur Bjarnason eldri, Björn Þorleifsson og Þorleifur
yngri, prestur, er bjó þar til ársins 1569, en seldi þó stað-
inn Páli Jónssyni frá Staðarlióli árið 1566. Yerð jarðarinn-
ar við söluna er 80 hundruð á landsvísu, er greiðast skvldi
með 60 hndr. í jörðuín, og eru á móti lagðar jarðirnar
Laugar i Hvammssveit og' Saurhóll í Saurbæ og ótilnefnd
20 hndr. jörð í Reykhólasveit, en afgjald af Króksf jarðar-
nesi í sömu sveit sett sem trygging fyrir leigum og lands-
skuld þessara 20 liundraða. Eftirstöðvar verðsins, 20
hundruð, skyldu greiðast í fríðum peningi, þar af sé 10
málnytjukúgildi, hitt í öðrum gjaldeyri, meðal annars
smjöri.
Só núverandi verðlag :á málnytu kúgildi lagt til grund-
vallar á peningagildi söluverðsins, liefur það verið rúmar
70 þúsund krónur, en sé smjörverðið lagt lil grundvallar,
eftir því sem máldaginn leggur jiað móti jarðarhundraði,
liefur verðið verið rétt um 70 þúsund króna. Staðarhóls-
Páll á Reykhóla eittlivað fram vfir 1572, því að þá fellir
Ormur Sturluson lögmaður landamerkjadóm að viðstödd-
iim bæði Þorleifi Bjarnasyni presti, fyrrverandi eiganda,
og' Páli Jónssyni frá Staðarhóli. En árið 1601 selur tengda-
sonur Páls, Björn Benediktsson, jörðina Ara Magnússyni,
syni Magnúsar prúða, er var bróðir Staðarhóls-Páls, af
Svalbarðsætt. Verð jarðarinnar er þá 120 hundruð á lands-
vísu, er allt greiðist með tilgreindum jörðum í Hofslireppi
i Skagafirði og' einnig ótilgreindri jörð eftir samkomulagi.
Lítur út fyrir af sölubréfinu, að jarðir þessar liafi verið
heimanfylgja Kristínar konu Ara, en liún var dóttir Guð-
brands Þorlákssonar. Það sést, að verðið er mun hærra
en við Iiina fyrri sölu og má reikna með, a'ð það sé, ef lagt
er til grundvallar verð málnytjubúpenings, rúmar 100
þúsund krónur.
Þetta tvennt sýnir, að bað var engum meðalmanni bent
að ná eignarumráðum jarðarinnar, eða reka á henni bú,
er til fulls notaði þá búrekstraraðstöðu er þar var.