Breiðfirðingur - 01.04.1942, Side 32
22
BRIiIÐFIRÐINGUR
Með hverjum hætti verða Reykhólar endurreistir sem
höfuðbél?
Ég tel því atriði vandsvarað, og mætti án efa benda á
fleiri en eina leið. En eftir þeim litlu kynnum, er ég hefi
baft af jörðinni, kemur hún mér fyrif sjónir sem tilvalinn
staður fyrir menningarsetur, þar sem reistar séu stofnan-
ir, er geti orðið til aukinna menningaráhrifa í næstu sveit-
um. I því sambandi vil ég henda á, að jörðin hefur skil-
yrði til þess, að þar yrði reist sú jarðræktartilraunastöð,
sem lög um rannsóknar- og tilraunastarfsemi landhúnað-
arins gerir ráð fvrir. Þar er nú þegar læknissetur; þar er
nægilegt olnbogarými til að hæta prestsetri við. Þar lægi
vel við fyrir tvær sveitir að vera saman um myndarlegan
heimavistarskóla. Þar mætti stofna til rekstrar i sambandi
við hin mildu hitaskilyrði, sem þar eru.
Það, sem einkurn gerir Reykhóla hæfa til þess, að allt
þetta geti samrýmzt á einum stað, eru góð ræktunarskil-
yrði og all-mikil víðátta ræktanlegs lands.
Þá er það ekki hvað sízt jarðliitinn, sem er mikilsverð-
ur, ef til slikra framkvæmda kæmi. A jörðinni eru 5 sjóð-
andi hverir, auk 15 smærri hvera og lauga, og án efa mætti
með jarðborun og þurrkun á köldu yfirborðsvatni, er dreg-
ur úr hinum sýnilega jarðhita, auka liita- og vatnsmagnið
mikið.
Reykhólar liggja glæsilega mót sól með útsýn yfir eyjar
Gilsfjarðar og út til Breiðafjarðar.
Reykhólar híða þess, að þeim verði sá sómi sýndur í
umbótum er jörðinni sjálfri og menningu þeirra göfugu
ætta hæfir, er með rausn liafa áður fvrri setið jörð þessa.