Breiðfirðingur - 01.04.1942, Side 35
breiðfirðingur
9,
o
Guðm. Jóhannesson:
Ólafur
A. Bergsveinsson
í Hvallátrum
Ólafur í Hvalllátrum.
A sólbjörtum sumardegi, 11. ágúst 1939, var ég á leiíS
vestur til æskustöðvanna við Breiðafjörð. Lundin var létt.
Ég naut þeirrar tiihugsunar að eiga í vændum þriggja
vikna hvíldartíma, úti i hinum friðsælu og fögru eyjum'
fjarðarins. Ég þráði það augnablik að sjá fjörðinn, með
bláum sundum, með eyjamergð, sviphreinum nesjuin og
brosandi dalabyggðum. En áður en hin þráða sýn birtist
augum mínum, barst mér til eyrna fregnin um andlát
Olafs i Látrum.
Að sönnu vissi ég, er ég fór að lieiman, að liann lá sjúk-
ur í Reykjavík, á lieimili Bergsveins læknis, sonar síns. En
oft hafði liann seinustu æviár sín, staðið, — að manni
virtist — á landamærum lífs og dauða, en gengið af iiólm-
inum, til lífsins, með sigri liins þróttmikla manns.
Þessi dánarfregn liafði þau áhrif á mig, að það var fyrst
löngu eflir að fjarðarbvggðin opnaðist, að ég kom auga á
liana, og þá virtist mér, að frá sjálfri heiðríkjunni félli