Breiðfirðingur - 01.04.1942, Qupperneq 36
26
BREIÐFIRÐINGUR
skuggi á byggðina hans, sem hann liafði unnað, lifað og
síarfað fyrir öll æviárin.
Ég hyggst ekki, með þessum orðum mínum, að reisá
minningu Ólafs hautastein. Með lífsstörfum sínum hefur
hann gert það sjálfur. Þar er minning, er lifir lengur en
fáein, fátækleg orð.
En mér er það kærkomið tækifæri, að fá nafn lians
lengl við fyrstu útkomu rits, sem eingöngu er lielgað
breiðfirzkum málefnum.
Ólafur Aðalsteinn Bergsveinsson var fæddur í Sviðnum
á Breiðafirði 23. júní 1867. Þar ólst hann upp hjá afa sín-
um og ömmu, Ólafi Teitssyni og Björgu Eyjólfsdóttur frá
Svefheyjum. Munu styrkar stoðir hafa runnið undir lífs-
starf Ólafs, frá því heimili.
Foreldrar Ólafs voru hjónin, Bergsveinn, hátasmiður
og bóndi í Bjarneyjum, sonur Sviðnahjóna og Ingveldur
Skúladóttir, ættuð úr Snæfellsnessýslu, gætin kona, stað-
föst í lund og stjórnsöm húsmóðir.
Ólafur kvæntist 24 ára gamall, Ólínu Jóhönnu Jóns-
dóttur, gáfaðri og góðri konu. Eignuðust þau 9 börn, er
öll komust á legg. En af þeim eru 5 á lífi núna. Það er með
sanni sagt erfitt að komast hjá því að minnast Ólínu í
Látrum, um leið og minnzt er hins ágæta liúsföður og
höfðinglynda Látrabónda, því svo nærri stóð hún honum
í öllum þeim athöfnum, er settu tíginn svipblæ á líf hans.
Minningargrein um sambúð þeirra, væri góð saga, út af
fyrir sig, en ofstór i þenna litla ramma minn.
Mér eru, frá uppvaxtarárum mínum, Iiugstæðar minn-
ingar frá stórbrotnum athöfnum Látrabóndans, er stund-
um vöktu ugg en alloftast aðdáun nágrannanna. Ég lít
hann í anda, liálfbrítugan að aldri leggja hornstein lífs-
starfa sinna í Hvallátrum, févana, en auðugan af björtum
vonum, starfsþrá og karlmennsku. Ég' sé litlu heimaeyj-
una hans breytast á tiltölulega skömmum tíma, úr karga-
þýfi og óræktuðum móum, í samfelldan, rennisléttan
töðuvöll, jafnframt því, sem öll hús jarðarinnar voru bvg'gð