Breiðfirðingur - 01.04.1942, Page 41
breiðfirðingur
31
Hvert mál, sem laut að lýðsins heill,
þú lagðir kapp og alúð við.
Og hálfur eða viljaveill
þú vannst ei neitt, — þitt fylgi og lið
var betra en meðalmanna sveit,
þitt mál var hreint og heit þín traust,
þín forysta var föst og djörf.
þér fylgdu allir hikalaust.
Við barn hvert varstu viðmótshýr;
eg veit í margri ungri sál
þitt ylhýrt bros um eilífð býr,
því aldrei slokkna kærleiks bál.
Þeim smæsta varstu vörn og skjól,
þar varð þín kóngslund öllum ber.
Þinn mannkærleiki og alúð öll
hvern opnar himin fyrir þér.
í sorgum varstu stærri en stór,
svo stór, að orð því fá ei lýst.
Er harmsins eldur um þig fór
og öll þín sál var gegnum níst,
þá varstu stór og æðruorð
þér aldrei neitt á munni lá.
Þín tign og þrek á þrautastund
mun þeim ei fyrnast, er það sá.
Og dimmu ber á Breiðaíjörð
við brottför þína, vinur kær.
En lifa mun þín manndómsgjörð
á meðan eyjar faðmar sær.
Til stórra verka stefnir þú
og stórra sigra bak við hel.
Vér þökkum allt þitt ævistarf
og óskum: Vinur, lifðu vel.