Breiðfirðingur - 01.04.1942, Side 44
34
BREIÐFIRÐINGUR
sinnar og stjúpbarna liennar. Hygg ég, að nppeldi það,
sem Bjarni fékk á þeim árum, hafi haft nokkur áhrif
á skapgerð lians.
Á tvítugsaldri fór ifjarni á búnaðarskólann í Ólafsdal
og var þar tvö ár. Fór þá aftur að Hóli til föður sins.
Hálfþrítugur fór liann að Ásgarði og reisti þar bú á
nokkrum hluta jarðarinnar, — en þar var þá þríbýli, —-
og bjó þar síðan til dauðadags. Árið eftir að Bjarni fluttist
að Ásgarði, kvæntist hann Salbjörgu Ásgeirsdóttur frá
Kýrunnarstöðum. Var það árið 1891. Áttu þau saman
17 börn. Eru nú 7 á lífi: Jóhanna, átti Magnús heitinn
Lárusson, býr í Hafnarfirði. Jens, ókvæntur heima í Ás-
garði, settur hreppstjóri eftir föður sinn. Daníel, fór til
Ameríku. Torfi, læknir á Sauðárkróki, kvæntur Sigriði
dóttur Jóns Auðuns Jónssonar fyrrv. alþingismanns. Ás-
geir, stundaði nám við búnaðarskóla í Noregi þegar Þjóð-
verjar lögðu undir sig landið, dvelur nú í Svíþjóð. Kjart-
an og Friðjón, báðir ókvæntir. Þrjár dætur þeirra lijóna
dóu fullorðnar: Þuríður, gift Jóni kaupfélagsstjóra Ól-
afssyni í Króksfjarðarnesi. Ósk, útlærð hjúkrunarkona,
og Sigríður, námsmær á Yerzlunarskólanum. 7 börnin dóu
í æsku.
Salbjörg var liin ágætasta kona. Hvíldu mikil störf á
lienni. Heímilið stórt og börnin mörg, en gestagangur
geysimikill. Auk heimilisstarfanna gegndi hún ljósmóð-
urstörfum í sveit sinni í 40 ár. Hún dó árið 1931. Tveiin
árum síðar (1933) kvæntist Bjarni Guðrúnu Jóhannsdótt-
ur, sem reyndist honum hinn ágætasti förunautur nú á
lians elliárum. Er frú Guðrún hin mesta myndar- og
gáfukona.
Þegar Bjarni kom að Ásgarði, var jörðin í niðurníðslu
IJófst hann þá þegar handa um búsagjörð og túnbætur.
Þótti honum þröngt um sig í fleirbýlinu og létti ekki fyrr
en liann hafði eignazt alla jörðina og bjó þar einn, stór-
búi. Sléttaði hann allt túnið, sem var kargaþýft, og græddi
út nokkuð, en áður var það mjög stórt. Afar vandaða girð-