Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1942, Page 44

Breiðfirðingur - 01.04.1942, Page 44
34 BREIÐFIRÐINGUR sinnar og stjúpbarna liennar. Hygg ég, að nppeldi það, sem Bjarni fékk á þeim árum, hafi haft nokkur áhrif á skapgerð lians. Á tvítugsaldri fór ifjarni á búnaðarskólann í Ólafsdal og var þar tvö ár. Fór þá aftur að Hóli til föður sins. Hálfþrítugur fór liann að Ásgarði og reisti þar bú á nokkrum hluta jarðarinnar, — en þar var þá þríbýli, —- og bjó þar síðan til dauðadags. Árið eftir að Bjarni fluttist að Ásgarði, kvæntist hann Salbjörgu Ásgeirsdóttur frá Kýrunnarstöðum. Var það árið 1891. Áttu þau saman 17 börn. Eru nú 7 á lífi: Jóhanna, átti Magnús heitinn Lárusson, býr í Hafnarfirði. Jens, ókvæntur heima í Ás- garði, settur hreppstjóri eftir föður sinn. Daníel, fór til Ameríku. Torfi, læknir á Sauðárkróki, kvæntur Sigriði dóttur Jóns Auðuns Jónssonar fyrrv. alþingismanns. Ás- geir, stundaði nám við búnaðarskóla í Noregi þegar Þjóð- verjar lögðu undir sig landið, dvelur nú í Svíþjóð. Kjart- an og Friðjón, báðir ókvæntir. Þrjár dætur þeirra lijóna dóu fullorðnar: Þuríður, gift Jóni kaupfélagsstjóra Ól- afssyni í Króksfjarðarnesi. Ósk, útlærð hjúkrunarkona, og Sigríður, námsmær á Yerzlunarskólanum. 7 börnin dóu í æsku. Salbjörg var liin ágætasta kona. Hvíldu mikil störf á lienni. Heímilið stórt og börnin mörg, en gestagangur geysimikill. Auk heimilisstarfanna gegndi hún ljósmóð- urstörfum í sveit sinni í 40 ár. Hún dó árið 1931. Tveiin árum síðar (1933) kvæntist Bjarni Guðrúnu Jóhannsdótt- ur, sem reyndist honum hinn ágætasti förunautur nú á lians elliárum. Er frú Guðrún hin mesta myndar- og gáfukona. Þegar Bjarni kom að Ásgarði, var jörðin í niðurníðslu IJófst hann þá þegar handa um búsagjörð og túnbætur. Þótti honum þröngt um sig í fleirbýlinu og létti ekki fyrr en liann hafði eignazt alla jörðina og bjó þar einn, stór- búi. Sléttaði hann allt túnið, sem var kargaþýft, og græddi út nokkuð, en áður var það mjög stórt. Afar vandaða girð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.