Breiðfirðingur - 01.04.1942, Side 49
breiðfirðingur
39
Bjarni var hj’ggiim maður, greindur vel og stálminn-
ugur; mest skar þó úr minni lians um fjármál öll. Mátti
heita, að hann gæti greint stund og stað um liverja greiðslu
til sín, eða sparisjóðsins, svo árum skipti. Hann var ætt-
fróður og vel minnugur á menn og málefni þeirra, og
það þótt þeir byggju i fjarlægum héruðum. Undraði marg-
an, er Bjarni þekkti betur liagi nágranna þeirra en þeir
sjálfir, enda þótt þeir væru úr fjarlægum sveitum.
Naumur var thni til hlaða- og bókalesturs, en liið trausta
minni Bjarna kom þar til liðs. Festi liann vel i liuga sér
fræðslu þá, sem fram kom í samtölum, og fylgdist á þann
hátt með dægurmálum þjóðar sinnar. Var hann manna
framsýnastur um marga hluti. Drengskapur hans og trygg-
lyndi brást aldrei. Bæri að mönnum váveiflega liluti, var
Bjarni þar fyrstur, og oftast stórtækastur, til lijálpar. Nauð-
leytamönnum, sem að Ásgarði har, reyndist hann liinn
mesti drengur. Veittist þeim jafnan lijálp. Lán eða pen-
ingagjafir hinum snauðu, matur hinum hjargþrota og
holl ráð þeim, seui þess þurftu. Slíkt var traust á dreng-
skap hans, að fjölskyldumenn márgir, er gjörðu ráð fyrir
dauða sínum og vihlu ráðstafa „sínu húsi“, fólu Bjarna í
Asgarði að annast fjármál fjölskyldunnar, og reyndist
hann ávallt slíku fólki liinn hezti drengur. Var ekkert
fjær skaplyndi Bjarna en ganga á rétt munaðarleysingjans.
Trygglyndi Bjarna var dæmafátt. Vildi liann allt gjöra
fyrir vini sína og var þeim hæði sverð og skjöldur. Var
honum og í merg smogin órofa trvggð, því að slíkur vav
faðir lians.
Það var jafnan hressandi að hitta Bjarna í Ásgarði.
Var lielzt til að líkja, sem þar færi einn hinna ágætu forn-
höfðingja vorra, þjóðlegur, skörulegur, íliugull og djarf-
mæltur. Sagði skoðun sina liispurslaust, liver sem í hlut
álti og livort lýðnum var það ljúft eða leitt. Hélt sinni
skoðun, hver sem í lilut átti. Bar jafnan hina mestu um-
hyggju fyrir velferð Iiéraðs síns. Virti alla, er voru skila-