Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1942, Page 62

Breiðfirðingur - 01.04.1942, Page 62
52 BREIÐFIRÐINGUB Sagnir úr Breiðafirði I. 1. Þórdísarstaðir. (Eftir handr. sr. Helga Sigurðssonar á Setbergi). Norður með hlíðinni, skammt fná Þórdísarstöðum í Eyrarsveit, eru að sögn seinni manna rústir bæjar þessa, niður fallnar, og girðingar túnsins þar. Hefir bærinn Þór- dísarstaðir verið þar að öllum líkindum reistur fyrst á landnámstið; en sökum grjótrennslis úr hlíðinni og snjó- þunga og aðfennis, verið seinna fluttur á hól suður með hliðinni þar sem hann stendur nú. En frá þessu segir liin gamla sögusögn allt á aðra leið, og það þannig: Þar sem rústirnar nú sjást norður með greindri hlíð, byggði kona ein, er Þórdís Iiét, bæinn Þórdísarstaði, og befir hann verið síðan við hana kenndur. Hún var auðug af gangandi peningi og lét smala sinn lialda fénu hinum- megin fjallsins við Kolgrafa- og Hvala-fjörð, í austur frá bæ sínum, og liafði fjárliúsin á þeim stað austur við fjall- ið Klakk og Bárarháls, er nefnist Hjarðarból. Var þar þá enginn bær; en seinna þegar hann var reistur þar, nefnd- ist hann því nafni og heitir svo nú. Smali Þórdísar gætti þar lengi vel fjár hennar. En loks- ins vildi það óhapp til að allt féð flæddi austan til við Eyraroddann á skerjum þeim þar sem Klumbur er nefnd- ur. Við skaða þennan gerðist Þórdís svo stygg við smal- ann, að honum þótti ekki við vært. Varð honum það þá til úrræða, að hann hengdi sig í fjárhúsinu á Hjarðarbóli. En jafnskjótt sem þetta varð gerðust miklir reimleikar á Þórdísarstöðum af völdum smalans. Gekk hann þar um öll hús og gerði alla menn hrædda, en dag og nótt ásótti hann Þórdísi, svo að nærri lá að hún missti vitið. Til þess að flýja þennan ófögnuð, stökk Þórdís og allir heima- menn af hænum og féll hann í eyði, en var fluttur á hól
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.