Breiðfirðingur - 01.04.1942, Síða 63
breiðkirdingur
53
l>ann, er nú stendur liann á. Við þetla létti af öllum reim-
ieikum á Þórdísars.töðum.
2.
Ári á Reykhólum varð úti.*)
(Eftir handr. Gísla IvonráSssonár, Lbs. 2313, 4t0).
Eitt af böriium Teits sýslumanns Arasonar á Reykhól-
<un hét Ari, röskur maður og vinsæll. Var það á útmán-
uðum um vetur, er liann var nær tvítugur að aldri, að
hann fór á báti yfir að Fagradal, frá Reykhólum,
<>g með honum unglingur sá, 18 vetra, er Jón hét,
Jónsson; bróðir Jóns, ér Grafarætt er frá komin. Var
þá logn og frost mikið. En er þeir vildu aftur yfir á
Reykjanes, komust þeir í ís mikinn. Sáu menn síðar að
þeir liöfðu koniizt í Akureyjar og orðið þar til; en þá
voru þær í evði, en síðan uppbyggðar af Magnúsi sýslum.
Ivetilssyni. — Vissu menn, er til var komið, að þeir höfðu
úr hungri og kukla dáið, því að skinnstakka sína höfðu
þeir étið. Sáust merki þess, er lík þeirra fundust. Er það
sagt, að Ari vrði harmdauði.
Frá þessu hefur sagt mér Ingimundur hreppstjóri
Grímsson á Miðliúsum á Reykjanesi, gamall maður, vitur
og (’djúgfróður.
3.
Dauðasker.
(Eftir handr. G. Konráðssonar, Lbs. 1770, 4t0).
Við Bjarnareyjar á Breiðafirði er sund eitt er Sinu-
hóhnasund lieitir, en austanvert í sundi þessu er sker eitt,
eða flaga, sem Dauðasker er kallað. Orsök þessa nafns á
skerinu er sögð að vera þessi:
Seinustu ár hinnar 17. aldar var það nærri krossmessu
um liaustið, að skip úr Bjarnareyjum var á leið eftir
Sinuhólmasundi. Formaðurinn er sagt, að heitið hafi Jón
*) Fyrirsagnarlaust í handr. höfundar.