Breiðfirðingur - 01.04.1942, Síða 72
BREIÐFIRÐINGUR
02
á nóttum, svo og að fara einn saman um daga; en kominn
var hann i rúm sitt að morgni, var þá kistillinn horfinn.
Þar á eynni er lióll einn, er Nónhóll lieitir og þúfa á að
ofan. Ætluðu menn, að þangað hefði prestur stefnt mús-
unum, þvi ei varð vart við þær síðan, því hola mannhæð-
ardjúp var komin í hólinn. Þá Ingimundur og Þorlákur
lireppstjórar Grímssynir ólust upp í Látrum, var holan
tveggja álna djúp og grjót i hotni. Nú er hún horfin.
í mannfellissótt, er eitt sinn gekk yfir, er sagt að Árm
prestur sæi sóttarblámann í lofti. Gekk hann þá i hæn-
hús i Látrum, lagðist til bænar og sneri sér i austur móti
sóttinni, og kæmist hún þá ei lengra en á sker það, sem
síðan er kallað Sóttarsker. Talið er að á því væri oft
aðarfugl mikill og allt væri það þangi vaxið, en siðan
eyddist af því allt þang og fugl allur dæi, er á það settist,
eða flygi þar yí'ir, svo fuglslaust yrði þar með öllu allt
fram á miðja 19. öld, þá þar tæki fyrst þang að spretta
og fugl að setjast, án þess mein yrði að. Sagt er og að þá
væri sóttin komin i Skáleyjar, og 5 menn þar dánir, en
aldrei kæmi hún í Látur, Svefneyjar né Flatey.
Sölvasker heita norður af Skáleyjum, er vfir flæðir.
Þar er sölva- og' kræklingatekja. Það var um vor, er karlar
voru við sjó til róðra, hæði í Bjarneyjum og Oddhjarn-
arskeri, að Árni prestur kallar með sér 4 konur, setur
bát á flot og rær inn með Skáleyjum. Ei dirfðust kon-
urnar að spyrja hann, livaða erinda hann færi. Er hann
kom inn að Sölvaskerjum, 'stóðu þar 5 konur i sjó, á
efsta steininum. Höfðu þær til sölva farið og misst frá
sér hátinn. Barg prestur þeim, flutti til Skáleyja og fór
lieim síðan. Sumir hafa getið til liann sæi þær i sjón-
auka, þó enginn vissi til liann hefði hann með höndum,
þvi alldulur var hann í skapi, sem háttum. Trúað var því
og að hann hefði sagnaranda; þóttust sumir hafa séð hann
bera liann að eyra sér.
Það er sagt frá sonum Árna prests, Jóni og Þorleifi, sem
voru eldri þeiin Sveinhirni og Snæbirni, að þeir væru