Breiðfirðingur - 01.04.1943, Blaðsíða 5
breiðfirðingur
3
FLATEYJAR-
HREPPUR
1703
prófessor
Ólaf Lárusson
Eftir
Hinn 22. maí 1702 skipaði konungur þá Árna prófes-
sor Magnússon og Pál varalögmann Vídalín í nefnd
til þess að rannsaka hag Islands og leiðrétta ýmislegt,
sem þar þótti miður fara. Meðal annars var þeim falið
að gera fullkomna jarðabók um landið allt, og enn-
fremur áttu þeir að láta sýslumennina hvern í sinni
sýslu og prestana hvern í sinni sókn semja rétt mann-
tal yfir allar fjölskyldur á landinu og tilgreina þar
húsbónda og húsfreyju, börn og lijú, þurfamenn innan-
sveitar og sömuleiðis flökkufólk úr öðrum sveitum,
eftir þvi sem unnt væri.
Næstu ár ferðuðust þeir nefndarmennirnir um land-
ið og söfnuðu til jarðabókarinnar. Skráðu þeir lýsing-
ar á liverri jörð á öllu landinu. Er þar greint frá eig-
endum þeirra og áhúendum, leigumála og áliöfn, kost-
um og ókostum og ýmsu fleira, og er jarðabókin hið
merkasta heimildarrit um búskaparliáttu hér á landi i
upphafi 18. aldar. Því miður hrann liandritið að jarða-
bók Austfirðingafjórðungs i Kaupmannahöfn 1728, en
jarðahók hinna fjórðunganna er cnn til.
Manntalið létu þeir taka árið 1703. Er þar tilgreint
uafn, staða og aldur hvers mannsbarns á öllu landinu
og einstölcu annara atriða er og stundum getið. Menn
ætluðu lengi vel að manntal þetta væri glatað, en árið
1913 fann Guðbrandur Jónsson það í skjalaböggli i
Ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn og hefir Hag-
stofan nú gefið það út á prenti. Manntal þetta er merki-
legt m. a. fyrir þá sök, að það er fyrsta reglulega mann-
talið, sem tekið var í heiminum, svo að vitað sé. Að
vísu hafði nokkrum árum áður verið tekið manntal