Breiðfirðingur - 01.04.1943, Blaðsíða 7
breiðfirðingur
5
frá Flatey, og segir í jarðabókinni, að hún kunni ei
að missast frá Flatey.
Samkvæmt manntalinu áttu 293 menn heima i þess-
um sjö eyjum. Skiptist fólkstalan þannig á eyjarnar:
Stagley ... 16 manns
Bjarnevjar . . . ... 87 —
Flate}^ . ., 108 —
Svefneyjar . ... ... 22 —
Hvallátur ... 28 —
Skáleyj ar ... 23 —
Sviðnur ... 6 —
Samtals 290 manns
Auk þess eru taldir þrír sveitarómagar, sem ekki áttu
fast heimili, en fórn milli bænda um alla sveitina.
Eftir því sem næst verður komizt, voru heimilin í
hreppnum 51. Skiptust þau þannig á eyjarnar:
Stagley ............ 3 lieimili
Bjarneyjar ........ 14 —
Flatey............. 21 —
Svefneyjar.......... 2 —
Hvallátur .......... 6 —
Skáleyjar .......... 4 —
Sviðnur ............ 1 —
Að meðaltali voru þvi 5,75 manns á hvert heimili í
sveitinni, en annars voru þau, svo sem vænta mátti, mjög
misstór. Flest voru þau fámenn. Höfðu 33 þeirra, eða
64,7% fimm heimilismenn eða færri, þar af 17 ýmist
þrjá eða tvo. Fjölmennast var heimili Jóns Guðmunds-
sonar í Bjarneyjum, 15 manns, þar með eru fimm börn
Jóns á aldrinum 4—13 ára, og auk þess voru þar fjórir
lausamenn, einn þeirra með konu og barn. Næst-fjöl-
mennasta heimilið var í Svefneyjum hjá Gunnlaugi Ólafs-
syni, 12 manns. Hjá Torfa Jónssyni í Flatey voru 11 manns