Breiðfirðingur - 01.04.1943, Blaðsíða 86
84
BREIÐFIRÐINGUR
og skemmtileg lýsing á lífi og starfi kynslóðanna, sem
lifað hafa og starfað í Dölum vestur, og áreiðanleg heim-
ild, er unnt væri að byggja á vísindalegar athuganir og
rannsóknir á þjóðháttum og menningu.
Hugmynd þessi fékk ágætar undirtektir, og virtist ríkja
á fundinum almennur áliugi fyrir því, að útgáfa þessi
gæti tekizt sem hezt. Var kosin þriggja manna nefnd, er
annast skyldi undirbúning allan og framkvæmdir fyrir
liönd félagsins. I nefndina voru þessir menn kjörnir: Jón
Emil Guðjónsson, sem er formaður liennar, Guðbjörn
.Takobsson og undirritaður. Skömmu síðar kom nefndin
saman á fyrsta fund sinn. Hófst þegar hin bezta samvinna
ineð nefndarmönnum um útgáfustarfið og hefir svo verið
jafnan síðan og aldrei gætt ágreinings né ósamkomulags
um framkvæmd verksins.
Nefndarmennirnir voru á einu máli um það, að vanda
þyrfti sem bezt allan undirbúning, þvi að á honum ylti að
miklu leyti, hvernig verkið tækist í heild. I því sambandi
taldi nefndin heppilegt að afla upplýsinga um form og
fyrirkomulag á söguútgáfunni bjá þeim félögum, sem þeg-
ar höfðu hafið slíkt verk. Ennfremur var talið æskilegt,
að fá sögufróðan mann til þess að mæta á næsta fundi
nefndarinnar og vera eins konar ráðgjafi hennar um heild-
arskipulag ritsins. Þá var rætt um fyrirkomulag sögunnar
i stórum dráttum og helzt hallast að því að hafa aðalþætti
liennar þrjá:
1. Almenn saga.
2. Náttúrusaga og lýsing.
3. Bókmenntasaga.
En engar ákvarðanir voru teknar að svo stöddu. Á næsta
fundi, litlu síðar, mætti dr. Þorkell Jóhannesson og gaf
ýms góð ráð um skipulag útgáfunnar. Þegar málið hafði
verið rætt, m. a. á grundvelli þeirrar reynslu, sem önnur
félög höfðu þegar fengið, var samþykkt að hafa liöfuð-
þætti ritsins þrjá og með því fyrirkomulagi, er rætt hafði