Breiðfirðingur - 01.04.1943, Blaðsíða 71
KREIÐFIRÐINGUR
69
En sá raunalegi atburður varð, að Daníel drukknaði
af báti þessum, ásamt fleiri mönnum, þá litlu síðar.
Þá sagði gamli maðurinn við mig: „Þetta vissi ég,
en það er ekki allt liáið enn. En ég hélt að þeir mundu
fara nær „Selinu“ (það er eyja i Látralöndum), því
þar var ég; búinn að sjá báti berast á, en ég hélt að
þeir væru bara tveir á bonum“. En nokkrum árum
síðar fórust tveir menn á báti nær „Selinu“. Þá kom
fram sýn gamla mannsins.
Þennan bát keypti svo Hermann Jónsson skipstjóri,
sem nú er nýlátinn, i Flatey.
Ég man það, er Hermann kom með bátinn til Flat-
eyjar eða honum var færður bann, að við nokkrir menn
bjálpuðum honum að setja bátinn. Ingimund bar þar að.
Þá segir Hermann: „Jæja, Mundi, lieldur þú ekki,
að það sé vitleysa af mér að kaupa þennan bát?“
Ingimundur liorfði stund út í bláinn og segir siðan:
»Nei, það verður ekkert að, meðan þú átt liann, og þú
fiskar á hann.“
Þetta varð. Hermann aflaði vel á bátinn, og hann
ar happafleyta.
En síðastliðið vor var báturinn kominn i annars manns
eign, og drukknaði liann af honum.
Eitt sinn um hausttíma reri ég úr Flatey á báti, er
Jón Sigurður Sigurðsson átti, og var hann formaður-
inn. Jón heitinn Sigurður var þá hreppsnefndaroddviti
í Flatey.
Á lireppaskiladaginn um baustið var gott veður. Jón
gat þá ekki sjálfur farið á sjó, og ég varð einnig að
vera í landi, einbverra ástæðna vegna. Maður úr eyj-
um, Sigurður Níelsson, var formaður á bátnum þenn-
an dag.
Um daginn gerði livassviðri af austnorðri. Þegar fór
að líða á daginn og ekki sást til bátsins, fór ég að
verða órór. Þegar að rölckri var komið og þeir voru
enn ókomnir, gekk ég heim til Ingimundar.