Breiðfirðingur - 01.04.1943, Blaðsíða 85
breiðfirðingur
83
HÉRAÐSSAGA
DALASÝSLU
Eftir
Jón Sigtryggsson
Þegar BreiSfirðingafélagið í Reykjavík var stofnað, var
eitt helzta stefnuskrármál þess að láta rita og gefa út ná-
kvæma sögu Breiðafjarðar. Það var ærið verkefni og raun-
ar aðkallandi, því að Breiðafjörður stendur sízt að baki
öðrum héruðum lands vors í sögufrægð. En áður en Breið-
firðingafélagið tæki málið til meðferðar, skipaðist málum
þannig, að Vestfirðingafélagið hóf útgáfu á héraðssögu
Vestf jarða. Þeirri sögu er ætlað að ná yfir alla Vestfirði og
þar með Barðaströndina og eyjar þær, sem henni fylgja.
En um líkt leyti byrjaði félag Snæfellinga í Rvík að und-
irbúa héraðssögu Snæfellsness. Dalasýsla var því eina hér-
aðið á félagssvæði Breiðfirðingafélagsins, þar sem enn var
ekki farið að leggja drög að héraðssögu. Það var þvi fylli-
lega timabært að hefjast handa, og ekki síður fyrir það,
að Dalirnir eru elcki ómerkari öðrum sveitum Breiða-
fjarðar, og við þá er tengt margt, bæði í sögu og náttúru,
sem er þess virði, að því sé haldið til haga.
Mál þetta var lagt fyrir almennan fund í Breiðfirðinga-
félaginu, er haldinn var 12. nóv. 1942. Jón Emil Guðjóns-
son reifaði málið og gerði nokkra grein fyrir þörfinni á
vandaðri útgáfu á sögu Dalasýslu, er yrði í senn fróðleg
6*