Breiðfirðingur - 01.04.1943, Side 82
80
BREIÐFIRÐINGUR
menningarstarf, sem Breiðfirðingar hafa búið að fram á
þennan dag. A vegum þessarar stofnunar hóf „Gestur
Vestfirðingur“ göngu sína árið 1847. Var það hið merk-
asta rit, kom út í 5 ár og' var eina tímaritið, er kom út hér
á landi á þessum árum. Fyrir atbeina þeirra manna, sem
að þessari stofnun stóðu, var sagnaþulurinn alkunni,
Gísli Ivonráðsson, fenginn til Flateyjar og gert fært að
gefa sig eingöngu að fræðigrein sinni það sem eftir var
æfinnar gegn því, að Flateyjar framfarastiftun fengi öll
rit hans og bækur að honum látnum. Verður sú fræða-
söfnun, er Gísli innti af hendi í Flatey seint metin að verð-
leikum, né þeim þakkað að fullu, sem gáfu þessum
óvenjulega gáfumanni kost á að setjast þarna að með
penna sinn og bækur.*)
Fleira mætti telja er sýnir, að Breiðafjarðareyjar liafa
lagt drjúgan skerf til hinnar andlegu viðreisnarbaráttu,
þegar þjóðin var að rétta sig úr kútnum á seinni hluta 18.
aldar og fyrri liluta þeirrar 19.
Nú eru ný átök framundan, barátta, er gilt getur líf eða
dauða þessarar byggðar.
Munu ibúar Breiðafjarðareyja varpa ljóma nýrra dáða
yfir byggð sína, eða svífur andi Eggerts Ólafssonar eklci
lengur yfir eyjunum hans fögru?
Þessum spurningum fær framtiðin ein svarað.
Hvað híður ykkar, Breiðafjarðareyjar?
Andrés Straumland.
*) Ég get ekki stillt mig um að drepa á það neðanmáls, að
sú skoðnn hefir komið fram, þ. á. m. i Barðstrendingabók, að í
Fiatey muni Gísli hafa lifað við sult og seyru, og yfirleitt hina
verstu aðbúð. Þetta er breiðfirzkum höfðingjum lagt út til lasts.
Ég hygg, að hér sé um misskilning að ræða, er stafað gæti frá
því, að liöf. þessarar skoðunar hætti við að leggja nútimamæli-
kvarða á lífskjör Gísla. Ég tel mig hafa góðar heimildir fyrir
því, að ytri kjör Gísla hafi hvorlti verið verri né betri en almenn-
ingur átti við að búa þar um slóðir á þeim timum, þ. e. hann
skorti ekki mat, en bjó í lélegum, óupphituðum húsakynnum.