Breiðfirðingur - 01.04.1943, Blaðsíða 47
BRHIÐFIRÐINGUR
45
Nefndin tók til starfa 15. ágúst og skilaði áliti og til-
lögum til atvinnu- og samgöngumálaráðuneytisins 18.
sept. Nefndin fór vestur að Reykhólum og atliugaði
staðinn og allar aðstæður eftir föngum, auk þess sem
hún í starfi sínu studdist mjög við uppdrætti og at-
huganir, sem Búnaðarfélag fslands hafði látið gera
á staðnum.
Nefndin hélt marga fundi, og var samstarfið innan
nefndarinnar með afbrigðum gott, og voru nefndar-
menn algerlega sammála um allar þær tillögur, sem
nefndin sendi frá sér.
Til þess að gefa almenningi, heima við Breiðafjörð
og annars staðar, kost á að kynnast tillögum nefndar-
innar af eigin sjón, tek ég þær hér upp i aðaldráttum.
„Samkvæmt þeim athugunum, er nefndin hefir gert
á skilyrðum og aðstæðum á jörðinni Reykhólum, þá
er nefndin sammála um að leggja til, að Reykhólar,
ásamt Grund, Hvannalilíð, Barmalilíð og jörðinni Börm-
um, verði tekin óskipt til skólastarfsemi og tilrauna-
stöðvar í jarðrækt, er rekin verði samkvæmt lögum
þar um, og skiptist jörðin milli þessara tveggja starfs-
hátta samkvæmt I. og II. tölulið þessara tillagna.
I. Tilraunastöðin fái til umráða land í austanverðri
landareign Reykhóla. Takmarkast það af núverandi
vegi með fjallshlíð, að austan af landamerkjum Mið-
húsa, að sunnan af sjó og að vestan af Grundará nið-
ur móts við Nátthaga, og þaðan heina línu í Langa-
vatn. Landinu fylgja þau hitaréttindi sem á þvi eru,
en ef rannsókn leiðir i Ijós, að þau eru ófullnægjandi
fyrir starfsemina, þá sé þörf stöðvarinnar fyrir hita
fullnægt frá einhverjum af heimaliverum jarðarinnar.
Auk þess séu lagðar til tilraunastöðvarinnar 1—3 eyj-
ar, ef þörf verður vegna sérstakra tilrauna.
II. Öllu öðru landi jarðarinnar með gögnum og gæð-
um sé ráðstafað til skólastarfsemi þannig: